Monday, January 28, 2008

Guatemala

Allt gott ad fretta, vid komumst heil a holdnu nidur af eldfjallinu. Erum nuna stodd vid Lake Atitlan i Gutemala og hofum thad gott. Skrifum meira seinna er vid hofum tima.

p.s. Thid verdid ad afsaka allt myndaflodid en vid akvadum ad setja allar myndirnar okkar inna heimasiduna thannig ad ef ad myndavelin tyndist tha aettum vid myndirnar oruggar einhverstadar

Thursday, January 24, 2008

Honduars til Guatemala

Hae, ho
Erum stodd i Antigua i Guatemala nuna.Endudum a thvi ad vera 6 daga uti a eyjunni Utila ad kafa, erum nu ordnir serfraedingar i nedansjavar ljosmyndun og i thvi ad hafa stjorn a thvi hvort vid fljotum eda sokkvum (boyansi). Kofunin i Utila var alltilagi, skyggnid var samt ekki sem best (mikid grugg i vatninu) og kofunarstadirnir allir mjog svipadir. Rauda hafid er betri kofunarstadur. Var samt mjog gaman og saum ymislegt merkilegt m.a. risastorann Morrey ál hausinn var a staerd vid fotbolta, skipsflag, nokkud af litrikum fiskum, fullt af koral og svo rusinan ipilsuendanum voru tvaer spotted eagle ray (hvitdoppott skata m. 1.5 m vaenghaf). Thi midur saum vid enga hvalhakarla (Whale Sharks) en vid erum ekki alveg a retta timanum fyrir thad. Var mjog gott vedur alla dagana a Utila nema seinasta daginn en tha rigndi eins og helt vaeri ur fotu, hef aldrei sed svona mikla rigningu a aevinni. Enska er adal tungumalid a eyjunni, thad var samt mjog erfitt ad skilja hana thar sem their tala mjog furdulega, ja man, var svoldid eins og madur hefur heyrt Jamaicabua tala i biomyndunum bara helmingi oskiljanlegra. Eg er ekki fra thvi afd eg hafi skilid spaenskuna betur en enskuna theirra. Eftir 6 daga a eyjunni heldum vid i 10 tima ferdalag til Copan i nordur hluta Honduras. I thetta skipti var ekki ferdast med luxus turhestarutu eins og v id gerdum a leidinni til Utila (var rututhjonn um bord sem bar fram drykki og kex og ameriskar biomyndir i sjonvarpinu auk thess sem vid fengum teppi og kodda). I thetta skipti forum vid i fina lokal rutu. Saetin voru thaegileg, aklaedid reyndar svoldid rifid og sum saetinn holludu ansi mikid aftur og engin loftkaeling var i henni, sem var svo sem fint thar sem ad thad var ekkert alltof heitt uti. Vid vorum reyndar heppin ad fa saeti thar sem ad their sem komu seinast inni rutuna thurftu ad sitja a plastkollum i gangveginum, ekki beint thad sem madur a ad venjast heima en virdist vera venja herna. En med thessum ferdamata komumst vid til Copan, thar sem vid vorum i tvaer naetur. Thetta er pinulitill baer, thar sem goturnar eru hladnar ur steinum og husinn litil og litrik. Thar skodudum vid fyrstu Maya rustirnar i ferdinni, en thessar eru fraegar fyrir thad ad thad er mikill utskurdur ollu en pyramidarnir voru frekar lagir. Vid vorum thad heppinn ad thad var litid ad folki ad skoda thaer a sama tima og vid, alltaf skemmtilegra thegar svaedin eru ekki full af folki. Rustirnar voru i skogi og vid saum ansi mikid af fallegum litrikum fuglum auk ikorna og thad furdulegasta nagdyr sem eg hef a aevinni sed og furdulegt skorkvikindi semleit ut eins og ein af lodnu veidiflugunum sem pabbi var ad hnyta i gamla daga ( set inn myndir af thvi seinna) . Fra Copan heldum vid yfir landamaerinn til Guatemala. i thetta skipti tokum vid turistaskutlu sem er minivan fyrir 13 manns trodfullut af turistum, med litlu lappaplassi og engri loftkaelingu og engum hauspuda (svipad og minivanarnir sem vid vorum ad ferdast i i Egyptalandi). I thessu hossudumst vid i 6 tima til Antigua i Guatemala. Ruturnar eru nu thaegilegri ferdamati og odyrari en minivan en i landi eins og Guatmala thar sem er mikid af gengjaerjum (gang problems) er turistum radlagt ad ferdast ekki med almennigssamgongum thannig ad vid fylgjum theim leidbeiningum, borgum frekar 300 kr. meira fyrir 6 tima ferdalag og erum orugg. Erum nu i Antigua sem er fallegur baer i spaenskum stil umkringdur eldfjollum a alla vegu. Verdum her i tvo daga adur en vid holdum til lake Atitlan, Coban, Rio Dulce og Tikal. Stefnum ad tvi ad vera komin til Mexiko i byrjun februar thannig ad vid hofum 3 vikur thar til ad koma okkur til Mexikoborgar. A morgun forum vid i túr uppa virkt eldfjall herna sem a ad vera voda flott (Ekki hafa ahyggjur vid lofum ad fara ekki nalaegt rennandi hrauninu).

Verd ad monta mig af thvi ad eg er buin ad vera mjog dugleg ad tala spaensku herna, mer hefur tekist ad panta fyrir okkur hotelherbergi, kaupa mat og rutumida,laeri ny ord a hverjum degi. Eina sem eg a i vandraedum med er ad eg er ekki alveg nogu orugg a tolum yfir 50 tharf alltaf ad hugsa pinu, en thad hlytur ad koma. Mer finnst thetta samt ansi godur arangur m.v. ad eg hef aldrei laert spaensku, laerdi reyndar ad telja uppa 10 thegar eg var i einhverjum krakkaklubb a Mallorca fyrir 20 arum, og eg man thad enntha. Vid erum samt buin ad vera dugleg ad ferdast samferda odrum bakpokaferalongum (adallega svijum sem eru utum allt herna) sem eiga thad til ad vera betri i spaensku i vid og geta hjalpad okkur ad skilja.

Nog af frettum i bili, vid reynum ad setja inn myndir seinna, thegar vid komumst i hradvirkara internet.

p.s. thar sem thad tekur oratima ad vinna i thessari tolvu verdur yfirlestur a thessu bloggi ad bida betri tima, thannig ad thid verdid ad afsaka stafsetninga og malvillur.

Adios amigos

Bryndis og Haukur

Thursday, January 17, 2008

Utila-Honduras

Eftir 24 tima ferdalag med tram, nedanjardarlestum, flugvel, rutu og bat komumst vid loks til Utila i Honduras. Thetta er litil eyja i karabiskahafinu thar sem lifid snyst um ad kafa. Akvadum ad splaesa a okkur sma luxus i upphafi ferdarinnar og gistum a Mango Inn (endinlega flettid thvi upp a veraldarvefnum). Sloppudum af fyrsta daginn en byrjudum ad kafa i dag, ansi hreint gaman. Thar sem ad thad er svo faranlega odyrt ad kafa herna (1500 kr kofunin) akvadum vid ad taka tvo litil namskeid, eitt til ad baeta boyansid (tad er ad stjorna thvi betur hvort madur flytur upp eda sekkur) og svo ad laera kofunarljosmyndun. I dag forum vid i ljosmyndakafanir, ansi gaman, sjaum a eftir hvernig myndirnar koma ut. A morgun forum vid ad kafa og skoda skipsflak og daginn eftir thad forum vid a boyansinamskeid. Hvad vid gerum svo er hulid, kannski ad vid verdum i nokkra daga i vidbot og tokum nokkrar skemmtikafanir eda drifum okkur til meginlandsins og forum ad skoda mayarustir eda i frumskogarferd.
Thetta er ansi skemmtileg eyja, allir vinalegir og hlutirnir ansi frumstaedid, husin eru oll eins hvort sem um veitingastad, bakari eda hotel er um ad raeda. A veitingastodunum og bakarinu elda heimamenn a litlum eldavelum eins og eru til heimabruks heima en maturinn er mjog godu og bjorinn odyr (25 lampiras eda 75 kr a bar).
Bless i bili
Haukur og Bryndis

Monday, January 14, 2008

Philadelphia

Erum búin að vera í Philadelphia í heimsókn hjá Ernu og Hlyni síðan á föstudaginn. Þau eru búin að vera frábærir gestgjafar, mæli með að kíkja í heimsókn til þeirra :). Philadelphia er stórmerkileg borg meðal þess sem borgin er fræg fyrir er að Benjamin Franklin er grafin hérna, þetta var fyrsta höfuðborg bandaríkjanna, University of Pennsylvania er hérna en það er elsti háskóli Bandaríkjanna, hér var fyrsti ameríski fáninn saumaður (af konu Benjamin Franklin), Liberty bell er hérna og síðast en ekki síst þá eru tröppurnar frægu hérna þar sem Rocky hljóp upp og niður til að koma sér í form. Erna og Hlynur eru búin að þramma með okkur útum allt og sýna okkur alla helstu staðina. Fórum m.a. í gær í dýragarðinn hérna, sem er elsti dýragarður Bandaríkjanna, þrátt fyrir að fílarnir, gírafarnir og aðrar hitabeltisskepnur hafi verið færð á hlýrri stað yfir veturinn kom hann skemmtilega á óvart, fullt af skemmtilegum dýrum. Það er samt alltaf hálf sorglegt að sjá dýr í búrum en dýragarðurinn var samt ágætlega útbúin. Við pössuðum okkur að reita tígrisdýrin ekki til reiði ;). Við erum búin að vera dugleg að prófa ameríska matseld hérna m.a. starbucks, Philly Cheese Steak, Stromboli og Muffins auk þess að prófa amerískan bjór sem bragðast bara ágætilega. Mæli með Yuengling. Á laugardagskvöldið fórum við á ekta amerískan Comedy Club Helium, þar sem við sátum í 1,5 tíma og hlógum eins og vitleysingar af þremur uppistöndurum m.a. Kevin Brennan (sem á að vera frægur) sem gerðu grín af typpum, Grays anatomi, ameríkönum, konunum sínum og sjálfum sér. Grínið var nú samt ansi oft á mörkunum og maður vissi ekki alveg hvort maður átti að hlægja eða ekki.
Í kvöld yfirgefum við öryggið í Philly og höldum af stað á vit ævintýranna til Mið-Ameríku.

New York

Við mættum á hótelið okkar í NY kl. 21 að kvöldi seinasta miðvikudag eftir um 15 tíma ferðalag. Þar sem að við urðum að byrja ferð okkar í London (keyptum í kringum heiminn miða sem varð að byrja og enda í London) flugum við í 3 tíma yfir Atlandshafið til London Heathrow, biðum þar í 4 tíma og flugum síðan í 7 tíma aftur yfir Atlandshafið til NY. Það bjargaði samt alveg að við gátum beðið í flottum Saga Class lounge bæði á Heathrow og í Leifstöð. Það er sniðugt að vera með Priority pass sem kemur manni inní Saga Class lounge út um allan heim, þrátt fyrir að maður sé að fljúga á ódýrasta farrými. Við vorum í NY í 2 daga, gistum á cosý, vel staðsettu hóteli, við sáum Empire State building útum gluggann (hotel31). Við gengum af okkur lappirnar þessa daga, við fórum uppí Empire State building, fórum í Central Park, á Times Square, Brooklyn bridge, Wall Street, Ground Zero auk þess sem við reyndum að sjá frelsistyttuna en því miður var herra þoka að þvælast fyrir. Erum búin að setja NY myndirnar inná myndasíðuna.

Thursday, January 10, 2008

New York, New York

Eftir LANGT ferdalag i gaer fram og tilbaka yfur hafid erum vid komin til NY. Erum i augnablikinu stodd i Apple budinni thar sem madur kemst fritt a internetid i syningartolvunum.

Allt fint ad fretta og vid skrifum meira fljotlega

Kvedja

Haukdis