Tuesday, September 30, 2008

Ótrúlega er ég dugleg, bara rúm vika síðan ég bloggaði seinast.

Aldrei þessu vant er vikan búin að vera mjög viðburðarrík :)

Ég er loksins byrjuð að hreyfa á mér óæðrihlutan, er byrjuð að spila doktorsnema innibandý einu sinni í viku og síðan skellti ég mér í bodypump á sænsku SNEMMA í morgun. Sænskt innibandý er æðislegt (aðeins öðruvísi en maður á að venjast í leikfimi heima), versta er að þolið er ekki uppá marga fiska og síðan kvelst maður í tvo daga á eftir sökum harðsperra. Það var einnig mjög gaman í body pump og plús við það er að ég læri pínu sænsku í leiðinni ;). Er stefna hjá háskólanum hérna að allir starfsmenn séu frískir, og því fær maður klukkutíma á viku á vinnutíma til að hreyfa sig auk þess sem madur kemst frítt í 2-3 tíma á dag í gymminu sem er hliðina á háskólanum. Algjör snilld, sérstaklega þar sem að krónan er í frjálsu falli og ég tými ekki að yfirfæra pening til að geta keypt mér líkamsræktarkort. Ætli að ég reyni ekki að draga Hauk með mér í badminton og út að skokka er hann kemur hingað. Annars er ég skíthrædd við að fara ein út að skokka hérna, skokkleiðirnar eru nefninlega í gegnum skóg og ég er alveg vissum að ég muni villast, síðan eru líka mýflugur í skóginum sem bíta mann ef maður stoppar.
Um seinustu helgi fór ég í sumabústaðarferð með öðrum íslenskum námsmönnum, það var ansi gaman og maður kynntist aðeins betur fólkinu.
Ég er síðan búin að vera í kynningarkúrs fyrir doktorsnema í líffræði, fínt að kynnast öðrum nýjum nemum.
Síðan var mér boðið að ganga í saumklúbb, ákvað að þiggja boðið, byrja næsta fimmtudag. Verður ansi áhugavert, hef ekki prjónað síðan í gaggó. Er búin að ákveða að byrja á trefli, við sjáum til hvernig það gengur, ég læt ykkur vita.

Bless í bili

Wednesday, September 24, 2008

Jóna-Leipzig og meiri Svíþjóð

Ég er ekki alveg að standa mig í þessu bloggi, stefnan er að skrifa smá pistil einu sinni í viku, en ekki bara einu sinni í mánuði.

Jóna kom í heimsókn til mín í ágúst, það var æðislegt. Við fórum að sjá mamma mia í Globen sem var ótrúlega gaman. Ég elska þennan söngleik og á pottþétt eftir að kaupa mér DVD myndina um leið og hún kemur út (kannski að ég nái þá að pína Hauk til að horfa á hana). Við skelltum okkur líka á djammið hérna í Stokkhólm, það var alveg hundskemmtilegt. Fórum á nokkra bari og svo næturklúbb. Það sem vakti einkar mikla gleði hjá okkur Jónu var að gera grín að klæðaburði sænskra karlmanna, þarf greinilega að fara með Hauk í smá verslunarleiðangur ef að hann á að fitta inní hérna í Stokkhólm. Hlýrarbolir, hnepptar afa peysur og niðurmjóar gallabuxur eru málið (og svo má ekki gleyma bringuvaxinu). Við Jóna kíktum svo auðvita pínu í búðir og skoðuðum Stokkhólm. Ég komst að því að ég þarf að kaupa mér túristabók um Stokkhólm áður en næstu gestir koma, er ekki alveg nógu góð í að vita hvað á að skoða (en ég veit allt um hvar á að versla).
Í seinustu viku var ég svo í Leipzig ásamt 800 öðrum vistfræðingum á ráðstefnu. Var ansi áhugavert. Var samt ansi fyndið að í hvert sinn sem ég reyndi að tala þýsku þá kom allt út á sænsku, greinilega ekki pláss í heilanum nema fyrir 3 tungumál í einu (enska, íslenska og sænska). Þjóðverjarnir skildu mig ekki þegar ég sagði: En öl tack !!
Ég var í GISkúrs fyrstu tvær vikurnar í september þar sem ég lærði að vinna með ARCview forritið, sem er ótrúlega sniðugt. Ég fer svo í inngangskúrs fyrir PhD stúdenta í næstu viku, verður fínt að kynnast fleirri nýjum doktorsnemum.
Sit núna öll mánudagskvöld milli 18 og 21 í kúrs í sænsku. Hann er ok, mjög fínt fyrir mig að æfa málfræðina og það að skrifa en ég held að ég tali/heyri aldrei meiri ensku en í þessum tímum. Mér gengur ágætlega að skilja sænskuna (þó að stundum kinka ég bara kolli og segji ah þó ég skilji ekki) og síðan gengur ok að tala hana, er samt með frekar einfaldan orðaforða, en þetta kemur allt.

Haukur kemur svo eftir 9 daga það verður æðislegt. Det är jätte trevligt att Haukur kommer hit efter bara nio dagar. Så kan vi gå på Stan, dricka öl och ha det roligt.

Jæja best að klára bjórin og kanilsnúðin og læra pínu áður en ég fer að sofa. God natt !

Kram och puss

Bryndís

Saturday, August 23, 2008

Áfram Ísland

Nú vildi ég vera heim á Íslandi (nú eða í Peking). Það er samt algjör snilld að fylgjast með leikjunum í sænska sjónvarpinu, þulirnir fara á kostum (þó að ég skilji ekki alveg allt). Sigfús Sigurðsson er í uppáhaldi hjá þeim, hinn sanni víkingur, þeir áttu ekki til orða er hann skoraði úr hraðaupphlaupi enda þyngsti maður keppninar (114 kg.). Þeir hlæja líka að skrítnum íslenskum nöfnum, t.d. er Snorri gælunafn fyrir stolt karla hér í Svíþjóð. Þeir voru líka rosalega stoltir af því að litla Ísland skildi vinna (lilla Island), að vera komin í úrslit á stórmóti og hafa BARA úr um 150 þúsund karlmönnum að velja í liðið. Þeir skildu þetta ekki alveg, en svöruðu spurningu áhorfenda hversvegna Ísland væri svona gott í handbolta á þá vegu að hér æfðu svo margir handbolta og síðan væru íslendingar með víkingavaxtarlagið sem hentaði vel til íþrótta ;) En síðan bættu þeir við að þeir gætu ekki svarað þessari spurningu.
En ég segi bara ÁFRAM ÍSLAND og horfi á leikinn á sunnudaginn, ein öskrandi á sjónvarpið.

Saturday, July 26, 2008

Saenskt sumar-

Jæja tími til komin fyrir annað blogg enda búið að vera nóg að gera hjá mér.

Eg er buin ad vera thrjar vikurnar i felti, rosa gaman, er buin ad laera ad greina fullt af nyjum plontutegundum og ordin massa tönnud a bakinu og handleggjunum. Fyrstu tvaer vikurnar sem eg var i felti var 25-30 stiga hiti og sól. Fúff, var samt ansi heitt að vinna úti 9 tíma á dag. I seinustu vikunni var svo islenskt sumar vedur, rigning og pinu rok en reyndar 20 stiga hiti :). Mer likar annars mjog vel i skolanum og thad verdur nog ad gera hja mer naesta haust. Eg er a leid a radstefnu til Leipzig i september, i 2 vikna GIS kurs, saensku kurs, leskurs og svo audvita ad vinna i verkefninu minu, sem a nu eftir ad taka upp mesta timann. Er ordin bara ansi flink i saenskunni, skil naestum allt sem eg les (var einmitt ad klara thusund bjartar solir a saensku, maeli med henni), get blabblad fullt og skil svona nokkurnvegin allt sem er sagt vid mig. Eg akvad thad thegar eg kom hingad ad vera ekkert hraedd vid ad reyna ad tala, er alveg viss um ad eg tala eins og tveggja ara krakki en folk virdist samt skilja mig, sem er gott. Mig vantar reyndar ansi mikid upp a ordafordann og a erfitt med ad skrifa, en thad kemur sma saman. Eg sit nuna a kvoldin og fer i gegnum svona sjalfskurs i saensku sem er ansi gagnlegur og svo aefi eg mig i thvi ad segja " sjo skifur af kjuklingaskinku" a saensku (eg hata thetta ch hljod i thessum ordum, a svo erfitt med ad na thvi).


Ibudamal eru ansi erfid her i Stokkholm enda of litid frambod af leiguibudum og yfir 2 ara bid eftir studentaibudum. Ibudin sem eg er i nuna leigi eg bara yfir sumarid af islenskum namsmanni sem er heima yfir sumarid ad vinna. Eg var ordin ansi stressud thegar eg fekk loks meil fra Lars og fru sem sau auglysingu sem eg borgadi fyrir a einni leigumidluninni. Thetta er thessi fina risibud i einbylishusi, i fina hverfinu i Stokkholm.

Annars lidur mer bara vel i Stokholm en get ekki bedid eftir ad hinn helmingurinn komi hingad i oktober :):)

Sunday, June 29, 2008

Svíþjóðarblogg


Afsakið hvað þetta blogg hefur verið lengi í fæðingu en bloggandinn gleymdist í Kína. Tók hann smá tíma að finna mig í Svíþjóð enda um langan veg að fara.
Allt er gott að frétta frá gula og bláa landinu. Það tók vel á móti mér, hitabylgja og 25-30 stiga hiti fyrstu dagana og síðan hefur hitinn verið um 20 gráður. Ég verð að viðurkenna að ég er í smá vandræðum kann ekki að klæða mig í svona hita, maður fer ekki beint í skólann í sólarstrandaroutfittinu og sumarfötin frá Íslandi eru bara alltof heit. Þetta er samt að koma og er ég búin að næla mér í nokkra sumarskó og sumarskokka hér á útsölunum. Auk þess er ég búin að læra að skilja flíspeysuna eftir heima á morgnana.
Það var tekið ótrúlega vel á móti mér í skólanum, og lýst mér mjög vel á deildina sem ég er í. Ég fékk hálfa skrifstofu (deili henni með dreng sem heitir Johan), nýja fallega tölvu með 19 tommu skjá, pósthólf og nýtt langt netfang (Bryndis.Marteinsdottir@botan.se.su..held ég).
Svíþjóð er mikið skrifræðissríki en ég var heppinn og það tók mig aðeins 2 daga að fá kennitölu sem byrjar á 800731 (þeir eru öfugsnúnir hérna). Ætlaði svo að sækja um bankareikning og aðgang að tryggingastofnun þeirra Svía en komst þá að því að ég þyrfti að vera með blað sem sannaði hver ég var. Það þurfti ég að panta á heimasíðu Skattverket (skattstofan) og það var svo sent til mín. Fyndna við þetta blað var að það var prentað á venjulegan pappír án nokkurs stimpils eða undirskriftar og ótrúlega auðvelt að falsa en samt nauðsynlegt að hafa til að sækja um ýmsa hluti hér í Svíaríki. Fyrir utan pappírana þurfti ég svo að taka með mér eitt stykki manneskju með sænsk persónuskilríki sem gat vottað hver ég var í bankinn (gott að eiga frænku hérna). Þegar ég var svo loksins komin með allt þetta gat ég fengið bankareikning, debetkort og sænskt persónuskilríki.

Ég er búin að hafa nóg að gera, búin að eyða tveimur helgum í sumarhúsi frænku minnar og mamma og Sigrún eru nýfarnar heim eftir 10 daga heimsókn. Eyddi svo seinustu viku í kúrs þar sem ég lærði að greina sænskar plöntur. Síðan ef mér leiðist er alltaf hægt að skella sér í bæin að skoða allar 100 HM búðirnar sem eru hérna eða horfa á alla þættina sem ég á á tölvunni minni.


Það er ótrúlega mikið búið að gerast heima á Íslandi síðan ég fór m.a.:

Erla Eir og Michael eignuðust fallega stúlku, til hamingju:)
Unnur var árinu eldri, til hamingju með daginn 16 júní
Michael varð þrítugur, til hamingju með það :)
Kamilla varð læknir og útskrifaðist, til hamingju ég er stolt af thér
Ólafur Grétar Vilhelmson fékk fallegt nafn :)


Jæja best að halda áfram að horfa á Stargate Atlantis ;) (já ég er SciFi nörd)

knús frá Svíþjóð

Friday, June 6, 2008

Heimsreisan endar og nýtt ferðalag tekur við

Jæja nú er Haukdís komin til Íslands, stoppið var samt ekki langt og er dísar hlutin nú í saga class lounge í Leifstöð á leið til Svíþjóðar í doktorsnám. Hinn helmingurinn kemur svo með kuldanum í haust.

En best að klára ferðasöguna. Við vorum í Peking í heilar 7 nætur (ég var lengur í Peking en heima á Íslandi) og höfðum það mjög gott. Við hættum okkur aftur á markaðina og versluðum smá meiri minjagripi og síðan tvo hálfvita á 1700 kr. stykkið. Ég mæli eindregið með að fólk á leiðinni til Kína að versla, finni út fyrirfram hvað hlutirnir eiga ca. að kosta (t.d.googla á netinu eða tala við fólk sem hefur verið í Kína) til að það verði ekki svindlað of mikið á því.
Peking er ótrúlega mögnuð borg og mjög mikið að skoða, við höfðum nóg að gera þessa 7 daga sem við stoppuðum þar. Ég var búin að skrifa um fyrstu dagana en seinni dagana þar fórum við að skoða sumar höllina, forboðnu borgina og röltum svo um þröngar götur borgarinnar (sk. Hutong). Allt ansi magnað en við fengum samt svoldið nóg af öllu fólkinu, það var mikið af túristum þarna.
Allt í allt var þetta æðisleg ferð og rosalega vel heppnuð. Við vorum ekki rænd, urðum aðeins veik í 2 daga og lentum ekki í neinum vandræðum að viti.

En nú tekur nýtt ferðalag við, flutningur til Svíþjóðar í doktorsnám.

Þar til næst
Bless bless

Thursday, May 22, 2008

Peking-sidasti afangastadurinn

jaeja vid komumst til Peking a endanum eftir erfidan solahring. Lestin okkar thangad var klukkutima a eftir aaetlun og tok svo 5 tima i stadin fyrir 3. Vid vorum reyndar heppin ad fa saeti en svafum litid. Klukkan 9.30 um morguninn fengum vid loksins hotelherbergi (varlaustafyrstahotelinusem vid reyndum i Peking) og gatum farid a sofa. Erum buin ad vera her i alls 3 daga (og einn af theim svafum vid) og lyst agaetlega a borgina, er reyndar allstadar verid ad byggja og breyta til adgera allt fullkomid fyrir olympiuleikana i agust. Erum buin ad skoda adaltorgid, hof, grafreiti, markadi og verslunargotur. I dag forum vid svo i ferd asamt kinverskum turistum og leidsogumanni (sem taladi kinversku allan timann i rutunni) ad skoda hinn margfraega kinamur, sem stod alveg undir vaentingum og vel thad. Tokum nog af myndum og keyptum okkur verdlaunapening a haesta punkti veggjarins, aletradur med nofnum okkar og dagsetningu, engir sma turistar. Eigum nuna adeins eftir ad sja tvo af sjo nyju undrum veraldar (Taj Mahal i Indlandi og Macchu Piccu i Peru).
Vid erum ekki alveg viss um ad vid hofum rettu taugarnar til ad versla a morkudunum herna, hofum aldrei lent i odru eins, tho vid seum von ymsu. Solumennirnir byrja oftasti amk tifoldu thvi verdi sem hluturinn a ad kosta (erum komin med gott verdskyn a hvad sanngjarnt verd fyrir hlutina) og eru sidan voda godir ad laekka verdid um helming bara fyrir okkur....... Vid nennum ekki thessu rugli og segjum bara hvad vid erum tilbuin ad borga og roltum svo haegti burtu, i 90% tilvika faum vid hlutina a thvi verdi, eftir ad buid er ad kroa okkur af inni basunum og oskra a okkur til ad reyna ad hraeda okkur thannig ad vid gefum eftir. Thad hefur ekki enn virkad. Daemi um ruglverd er ad fyrsta verd er 1200 Yuan (12000 kr) og endad i 50 Yuan (500 kr), en vid kaupum sama hlut a 40 Yuan a odrum stad.

Bestu kvedjur og sjaumst eftir viku.
Haukdis

p.s. takk fyrir oll commentin, gatum skodad thau i fyrsta skipti i dag sidan vid komum til Kina, thar sem ad stjornvold eru med takmarkanir a thvi sem madur getur skodad a netinu.