Sunday, June 29, 2008

Svíþjóðarblogg


Afsakið hvað þetta blogg hefur verið lengi í fæðingu en bloggandinn gleymdist í Kína. Tók hann smá tíma að finna mig í Svíþjóð enda um langan veg að fara.
Allt er gott að frétta frá gula og bláa landinu. Það tók vel á móti mér, hitabylgja og 25-30 stiga hiti fyrstu dagana og síðan hefur hitinn verið um 20 gráður. Ég verð að viðurkenna að ég er í smá vandræðum kann ekki að klæða mig í svona hita, maður fer ekki beint í skólann í sólarstrandaroutfittinu og sumarfötin frá Íslandi eru bara alltof heit. Þetta er samt að koma og er ég búin að næla mér í nokkra sumarskó og sumarskokka hér á útsölunum. Auk þess er ég búin að læra að skilja flíspeysuna eftir heima á morgnana.
Það var tekið ótrúlega vel á móti mér í skólanum, og lýst mér mjög vel á deildina sem ég er í. Ég fékk hálfa skrifstofu (deili henni með dreng sem heitir Johan), nýja fallega tölvu með 19 tommu skjá, pósthólf og nýtt langt netfang (Bryndis.Marteinsdottir@botan.se.su..held ég).
Svíþjóð er mikið skrifræðissríki en ég var heppinn og það tók mig aðeins 2 daga að fá kennitölu sem byrjar á 800731 (þeir eru öfugsnúnir hérna). Ætlaði svo að sækja um bankareikning og aðgang að tryggingastofnun þeirra Svía en komst þá að því að ég þyrfti að vera með blað sem sannaði hver ég var. Það þurfti ég að panta á heimasíðu Skattverket (skattstofan) og það var svo sent til mín. Fyndna við þetta blað var að það var prentað á venjulegan pappír án nokkurs stimpils eða undirskriftar og ótrúlega auðvelt að falsa en samt nauðsynlegt að hafa til að sækja um ýmsa hluti hér í Svíaríki. Fyrir utan pappírana þurfti ég svo að taka með mér eitt stykki manneskju með sænsk persónuskilríki sem gat vottað hver ég var í bankinn (gott að eiga frænku hérna). Þegar ég var svo loksins komin með allt þetta gat ég fengið bankareikning, debetkort og sænskt persónuskilríki.

Ég er búin að hafa nóg að gera, búin að eyða tveimur helgum í sumarhúsi frænku minnar og mamma og Sigrún eru nýfarnar heim eftir 10 daga heimsókn. Eyddi svo seinustu viku í kúrs þar sem ég lærði að greina sænskar plöntur. Síðan ef mér leiðist er alltaf hægt að skella sér í bæin að skoða allar 100 HM búðirnar sem eru hérna eða horfa á alla þættina sem ég á á tölvunni minni.


Það er ótrúlega mikið búið að gerast heima á Íslandi síðan ég fór m.a.:

Erla Eir og Michael eignuðust fallega stúlku, til hamingju:)
Unnur var árinu eldri, til hamingju með daginn 16 júní
Michael varð þrítugur, til hamingju með það :)
Kamilla varð læknir og útskrifaðist, til hamingju ég er stolt af thér
Ólafur Grétar Vilhelmson fékk fallegt nafn :)


Jæja best að halda áfram að horfa á Stargate Atlantis ;) (já ég er SciFi nörd)

knús frá Svíþjóð

12 comments:

Anonymous said...

Gomen kudasai.

Anonymous said...

It enables us to express our feelings and opinions.

Anonymous said...

Katon, Goukakyu no jutsu.

Anonymous said...

Baw ah, kasagad sa imo maghimo blog. Nalingaw gd ko basa.

Anonymous said...

that's way too cool.

Anonymous said...

The owner of this blog has a strong personality because it reflects to the blog that he/she made.

Anonymous said...

Concentrate to the things that could give information to the people.

Anonymous said...

Nice blog. Thats all.

Anonymous said...

frábært ferðalag, takk fyrir það - og gangi þér vel í landinu gula og bláa .. blogga blogg

Ester músamús í Boló

Svana said...

Til hamingju með afmælið elsku Bryndís:-*

Anonymous said...

Til hamingju með afmælið krúttið mitt

Anonymous said...

Gaman að lesa Svíþjóðarfréttir frá þér :)