Monday, March 24, 2008

Kambodia-Kambodia

I augnablikinu erum vid i Siam Riep i Kambodiu i 35 stiga hita og raka.

Vid eyddum einum og halfum degi a strondinni i Shakonville, sloppudum af halfa daginn, forum a strondina thar sem eg fekk mer hand- og fotsnyrtingu og bjor (hvad annad). Thaer vildu lika endilega taka mig i fotahareydingu en eg neitadi. Thad er samt magnad hvernig thaer gera thad, setja barnapudur a lappirnar a manni og nota svo tvo thraedi sem eru rulladir saman til ad plokka af manni harinn. Hun baudst til ad taka harin a loppunum hans Hauks fritt, en af einhverjum oskiljanlegum astaedum tha thadi hann ekki bodid. Seinni daginn okkar i baenum forum vid i batsferd uta eina eyju thar sem synt var i sjonum, snorklad og legid i solbadi a strond thar sem adeins voru nokkur kofahraesi thadan sem selt var matur og litlir bungalowar thar sem haegt var ad gista. Snorklid var samt ekkert til ad hropa hurra fyrir enda eru fiskimenn bunir ad sprengja upp naer allan koralinn tharna (t.e. their hentu sprengjum i vatnid til ad drepa fiskana og i leidinni eydilogdu their koralinn). Thetta kvold forum vid svo a strondina, satum thar a bar, fylgdumst med folkinu og drukkum bjor a 0.5 dollara 35 ml (nanana bu bu).
Fra strondinni heldum vid til hofudborgarinnar Phnom Phen thar sem vid skodudum buddahof og laerdum um bloduga sogu Kambodiu. Forum m.a. a svokallada Killing Fields thar sem milljonum manna var slatrad ad Pol Pot og raudu khmerunum milli 1974 og 1979 og skodudum fangabudir (var adur barnaskoli) thar sem folk var pintad og drepid a sama timabili. Otrulegt hvad er stutt sidan ad thetta allt gerdist fyrir rumum 30 arum var 1/3 thjodarinnar thurrkadur ut adallega menntamenn og stjornendur.
Eg held ad Kambodia se thad land sem erfidast hefur verid ad vera i, ekki vegna thess ad thad se erfitt ad ferdast um eda ad folkid se donalegt (thad eru allir mjog elskulegir herna) heldur vegna thess ad fataekt og eymd margra er svo synileg. Hvar sem madur gengur eru gotuborn eda folk sem hefur misst utlimi vegna jardsprengja ad betla eda ad reyna ad selja manni eitthvad (serstaklega i hofudborginni og strandbaenum). Thott madur se ordin adeins vanur thessu eftir oll ferdalogin (sem er frekar sorglegt) finnst mer thetta aldrei hafa verid eins aberandi og herna. Madur vaeri til i ad hjalpa ollum en getur thvi midur ekki gert thad en i stadin reynir madur ad styrkja einn og einn, kaupa baekur og minjagripi sem madur tharf ekki og kaupa adeins fleirri mangoa en madur tharf a markadinum til ad gefa betlandi bornum (madur a ekki ad gefa pening thar sem ad thau fa sjaldnast ad halda honum). I dag missa um 700 manns utlimi a ari vegna jardsprengja sem eru i jordinni herna og stor hluti lands er onytanlegur til landbunadar thar sem ad thad er svo mikid af sprengjum thar. Fataekt er mikil herna og mikid um gotuborn. Thetta er thad land i SA-Asiu thar sem eydni er hvad algengust og mikid er um kynlifsferdamennsku herna (sem er mjog sorglegt ad horfa uppa, enda algeng sjon ad sja ungar fallegar Kambodiskar stulkur i fylgd erlendra karlkyns ferdalanga, eitthvad af thvi er abyggilega vinskapur eda sonn ast, en mikill hluti er thad pottthett ekki). Ferdalag a svona stadi laetur mann sannarlega meta thad sem madur hefur heima. Landid virdist samt vera i mikilli framthroun, en haetta er a sokum spillinga i landinu ad their riku verdi adeins rikari en ekkert gerist fyrir fataeka meirihluta thjodarinnar (hef t.d. aldrei a aevinni sed eins mikid af Lexusjeppum og Land Rover).

Almenningur ferdast her ad mestum hluta a moturhjolum (fyrir utan jeppafolkid) og er ekki oalgengt ad sja 4-5 manneskjur a einu hjoli, tha tvo fullordna, annan haldandi a kornabarni og svo tvo born a aldrinum 2-6 ara standandi a hjolinu. Thad furdulegast sem vid hofum samt sed var hjol thar sem ad thrju lifandi svin voru bundin med bakid nidur fyrir aftan bilstjorann...vid vorkenndum svinunum

1 comment:

Anonymous said...

Grey kóralarnir! Grey svínin! :(

Kær kveðja,
Gógó