Saturday, March 29, 2008

Kambodia-Vietnam

Vid skildum vid ykkur seinast i hofudborg Kambodiu ef mig minnir rett, kemst ekki inna heimasiduna til ad skoda thad. Thetta net herna i langt i burtu londum er stundum ansi skritid.

Angkor
Fra hofudborg Kambodiu heldum vid i 6 tima rutuferd til Siam Riep i sama landi, vid vorum thar i 3 naetur og eyddum tveimur sveittum dogum i ad skoda Angkor Wat og adrar byggingar byggdar af Khmerum (sja nanar um thetta svaedi her) a milli 900 og 1300 eftir krist. Thratt fyrir miklar vaentingar urdum vid ekki fyrir vonbrigdum, thetta svaedi er alveg magnad. Svaedid er mjog stort og leigdum vid okkur tuktuk og bilstjora bada dagana til keyra okkur um svaedid. Thratt fyrir mikid af turistum og mikin hita og raka var thetta svaedi eitt af theim flottari hlutum sem vid hofum sed i thessari ferd. Thad er erfitt ad lysa thessu thannig ad thid verdid bara ad skoda myndirnar, sem koma inn a naestu dogum. Fra Siam Reap og Angkor svaedinu heldum vid aftur til Phnom Phen og thadan i adra 6 tima rutuferd yfir landamaerinn til Vietnam.

Ho Chi Minh City (Saigon)
Er staersta borg Vietnam med adeins 10 milljonir ibua og 6 milljonir moturhjola. Olikt i Kambodiu eru allir med hjalm a hofdi a moturhjolinu og madur ser sjaldan fleiri enn tvo a sama hjoli. Okkur fannst thetta frekar furdulegt thar til ad okkur var sagt ad i desember hofu log verid sett i landinu um ad allir skyldu vera med hjalm og adeins tveir maettu vera a hjolinu i einu. Vid gistum a adal bakpokaferdalangsgotunni (langt ord) thar sem var hotel/hostel i annarri hverri byggingu og ferdaskrifstofa eda matsolustadir inn a milli. Eftir ad hafa gengid a milli nokkra gististada sem voru annadhvort upppantadir, ogedslegir eda kostudu of mikid, forum vid inni a milli husanna inn pinu mjoa gotu thar sem heimamenn bua og fundum thar mjog fint herbergi til leigu a asaettanlegu verdi. Thad var algjort aevintyri ad ganga um litlu goturnar (vid Haukur gatum varla gengid hlid vid hlid) og sja hvernig heimamenn bua. Their elda fyrir framan husin sin eda tha borda a litlum heimaveitingastad a naesta gotuhorni, sjonvarpsherbergid er alltaf a nedstu haed sem er adeins lokud med jarnhlidi thannig ad madur horfir inn til theirra thegar madur gengur framhja.

1 comment:

Anonymous said...

Vá hljómar allt mjög exótískt. Definitely á top 10 listanum mínum að heimsækja bæði þessi lönd!

Gaman að fylgjast með ferðasögunni:)

Erna Sif