Friday, July 27, 2007

Aftur á flakk

Aðeins vika í 5 vikna ferðalag til Ítalíu, Egyptalands og Jórdaníu. Við getum ekki beðið. Erum búin að gera allar nauðsynlegar ráðstafanir s.s. eins og að tékka á hvort maður þurfi vegabréfsáritun (þurfti m.a. að senda ræðismanni Egyptalands í Osló póst til að fá upplýsingar) og fara í nauðsynlegar bólusetningar (Lifrarbólgu A, Lömunarveiki, Mænusótt, Stífkrampi og Taugaveiki, tókum reyndar líka lifrarbólgu B svona til að vera 100%).

Svona er ferðaáætlunin

3. ágúst
Flogið til Gatwick með BA, gist í eina nótt á Rosemead guest house
Þar sem að við lendum um 3 verður skellt sér til London að versla pínu. Aðallega farið í Primark að kaupa sér ódýr ferðalagsföt, í Waterstones að ná í bækur sem við erum búin að panta (Harry Potter og Lonely Planet hvað annað), Marc Jacobs og American apperal fyrir stóru systur og ef að það er tími til verður kannski aðeins kíkt inní H&M.

4.ágúst-13.ágúst
Flogið til Róm með easyjet, lent þar um hádegi, náð í bílaleigubíl sem var bókaður í gegnum Hertz á Íslandi og lagt af stað í litla húsið sem við leigðum í Lazio héraði rétt hjá bænum Viterbo.
Þann 11. ágúst er svo farið aftur til Róm og gist þar í tvær nætur, fjölskyldan kvödd þann 12 og við skötuhjúin eyðum seinasta deginum í Róm ein.

13.ágúst
Flogið að kvöldlagi til Rómar aftur, gist á Rosemead þar sem verð miklir fagnaðarfundir er hópurinn sem fer saman til Egyptalands mun hittast. Verður sérstaklega gaman að hitta Herdísi flökkukind sem er búin að vera á ferðalagi frá því í janúar.

14. ágúst-4.september
Flogið til Egyptalands með BA. Munum byrja á því að kafa í 4 daga í Dahab, með Desert divers og gista á meðan á Nesima resort, flottasta hótelinu á svæðinu. Fórum svo í ferð inní eyðimörkina, þar sem við gistum og klífum svo Sinai fjall. Þann 20. ágúst eigum við svo flug með Egyptair frá Sharm el Shaik til Cairo (kostaði heilar 1800 kr á mann). Stefnan er svo að skoða Cairo með pýramídunum og öllu tilheyrandi, fara svo niður til Aswan, abu simbel og Luxor áður en að stefnan verður tekin til Jórdaníu í nokkra daga að skoða sig um það. En þetta er enn ansi laust í reipunum.

4. -5 .september
Flogið til London, lent þar uppúr miðnæti og flogið svo heim til Íslands kl. 7 um morguninn.