Thursday, December 27, 2007

Innan við tvær vikur í ferðina

Fúff, það styttist í þetta. Við skötuhjúin erum ekki alveg að átta okkur á þessu, er búið að vera of mikið að gera við að undirbúa jólin, sækja um skóla og pakka íbúðinni niður. Við eigum eftir að átta okkur á þessu er við komum á Heathrow.

Annars er allt að verða klárt, búin að láta bólusetja okkur fyrir öllu mögulegu hjá ferðavernd, skoða hvar við þurfum vegabréfsáritun (Ástralíu, það er sótt um það á netinu og Kína og Víetnam sem við sækjum um í Bangkok) og panta gistingu fyrstu næturnar í NY.
Síðan erum við náttúrulega búin að panta allt flug. Þar sem að maður er orðin of gamall til að panta ferðir með stúdentaferðum, sendi ég póst á um 10 breskar og bandarískar ferðaskrifstofur sem sérhæfa sig í ferðum til framandi landa. Við enduðum á að kaupa í kringum heiminn miða með flightcentre frá bretlandi, þetta var ódýrasta flugið og ekki spilti að þau eru nær öll með BA eða Quantas :).

Fyrir utan flugið er mjög lítið planað, við vitum hvar við gistum í BNA og við ætlum að panta okkur gistingu í Sydney fljótlega, Mardi Gras, risa hátíð samkynhneigðra er nefninlega þar sömu helgi og við og því hætta við að lítið verði um ódýra gistingu en nær dregur. Annars verða hlutirnir bara spilaðir eftir eyranu.

Eitt er þó víst eftir 3 vikur verðum við á lítilli eyju undan ströndum Hondúras að kafa og slappa af í sólinni :). Næstu 6 vikurnar eftir það verðum við á þvælingi í Hondúras, Guatemala og Mexíkó. Hver veit kannski skellum við okkur á spænskunámskeið, skoðum Maya rústir, lærum á brimbretti eða verðum strand í litlum smábæ þar sem engin skilur okkur.

Wednesday, December 19, 2007

Aðeins 3 vikur

Nú styttist í ferðina aðeins 3 vikur til stefnu. Erum á fullu að pakka búslóðinni niður þar sem að við flytjum milli jóla og nýjárs uppí mosó til foreldra Bryndísar.

Annars er komið á hreint hvar við munum búa næstu 5 árin, en það verður í Stokkhólm. Ég er komin með doktorsstöðu við plöntuvistfræðideild Stockholm Univeristy. Ég flyt í júní en Haukur kemur í lok ágúst, hann ætlar að stunda mastersnám í fjármálum við sama háskóla.

Nú er bara að finna sér íbúð í Stokkhólm og pakka fyrir heimsreisuna ;)

Friday, November 9, 2007

Ferðaáætlun

Ferðaáætlunin er komin hér hægramegin á síðuna og svo erum við búin að bæta inn myndum frá Egyptalandi :)

Tuesday, October 9, 2007

Heimsreisa eftir 3 mánuði

Í dag er aðeins 3 mánuðir þar til að Haukdís heldur af stað í 4,5 mánaða heimsreisu um M-Ameríku, Ástralíu og Asíu. Fylgist spennt með:)

Saturday, October 6, 2007

Jórdanía og leiðin heim

Jæja, orðið löngu tímabært að klára þessa ferðasögu. Í síðasta bloggi vorum við stödd í Aqaba í Jórdaníu. Við vorum eina nótt þar og keyptum okkur miða í hraðbáti á milli Aqaba og Nuweib í Egyptalandi. Kallinn sem seldi okkur miðana var ansi hress og sýndi okkur stoltur fallega gull casio úrið sitt, sem hann hafði fengið að gjöf frá Hussein fyrverandi konungi fyrir að útskrifast með ágætiseinkunn í háskólanum.
Við héldum svo til Wadi Rum (eyðimerkurþjóðgarður í Jórdaníu) með leigubíl þar sem við hittum gaurinn sem var leiðsögumaður okkar um þjóðgarðin. Við vorum bara 3 ásamt leiðsögumanninum í flotta 20 ára gömlum Toyota Landcruiser, glæsikerra hreint út sagt. Við keyrðum um eyðimörkina í tvo daga, hún er ansi mögnuð og mikið af fallegum klettum. Var samt frekar róleg ferð, mikið stoppað og tekið sér langa matarpásu (guidinn eldaði) og svo nokkrar tepásur (þeir eru alltaf að drekka te hérna, sætt svart te). Við sváfum undir berum himni, það var ansi magnað :):) Seinni daginn fórum við svo m.a. í heimsókn til fjölskyldu guidsins sem býr í svona beduina skýlum. Mamma hans býr þar ásamt hinni konu pabba hans og glás af börnum, geitum og einu litlu kameldýri.
Eftir þetta fórum við til Petur og svo aftur til Egyptalands og heim (klára færsluna seinna)

Tuesday, September 4, 2007

Aftur til Egyptalands

Jaeja nu er seinasti dagurinn okkar a ferdalagi eftir 24 tima verdum vid komin heim. Blogga betur thegar vid komum heim og segi hvad gerdist hja okkur seinustu dagana. Erum i dahab nuna i luxus vid sundlaugabakkan a Oricana. Best ad drifa sig aftur ut i solina.

Kvedja
Bryndis og Haukur

Sunday, September 2, 2007

Wadi Rum og Petra

Hofum litinn tima nuna til ad blogga en vildum bara lata vita ad allt er i godu, erum nu i Petru en forum aftur til Egyptalands a morgun og komum svo til Islands 5 september .

Kvedja
Bryndis og Haukur

Wednesday, August 29, 2007

Jordania

Jaeja i dag erum vid buin ad vera i thremur londum, Egyptalandi, Israel og Jordaniu. Tokum naeturrutu fra Cairo til Taba vid landamaeri israel, lobbudum yfir til israel, tokum leigubil ad landamaerum israel og Jordaniu, lobbudum thar yfir og forum svo med leigubil til Aqaba thar sem vid erum nuna. Var ansi furduleg rutuferd, arabisk tonlist a fullu alla nottina eda steven seagal myndir, eg reyndar svaf eins og steinn. Sidan var rutan alltaf ad stoppa (ekki samt til ad hleypa folki ut), stoppadi m.a. klukkan 6 i morgun og rutubilstjorin skipadi ollum ut ad bidja (eda thad holdum vid, audvita var bara tolud arabiska og vid skildum ekki neitt), en vid komumst a leidarenda thannig ad vid erum satt. Var samt fyndid ad kaupa lestarmida og skilja ekkert sem stendur a honum nema tolurnar (eg er buin ad vera svo klar ad laera arabisku tolurnar). Komum til Cairo fra Luxor med flugi um hadegi i gaer, forum uppa rutustod (sem mynnti nu frekar a straetostoppustod) og keyptum mida til Taba med naestu rutu sem var eftir 7 tima, nenntum ekki aftur inni Cairo med farangurinn okkar, thannig ad vid skelltum okkur aftur uppa flugvoll, thar sem vid tvaeldumst um i loftkaelingunni thar til ad timi var komin ad fara uppa rutustod aftur og halda i hann. Var ansi skondid ad fara yfir landamaerin til Israel, var alltieinu eins og madur vaeri bara komin morg ar fram i timann, minnti mun meira a evropu en egyptaland, leigubilarnir ekki meira enn 5 ara gamlir (voru eldri en eg i egyptalndi) og allt hreint og fint, forum svo aftur aftur i timann i Jordaniu en hun virdist samt vera lengra a veg komin en Egyptaland amk vid fyrstu syn.
Annars gerdist litid seinustu dagana okkar i Luxor, skodudum Karnak temple sem er staersta hof i Egyptalandi, Luxor museum sem var mjog flott og svo egypskan naeturklubb. A morgun forum vid svo i 2 daga jeppasafari inni Wadi Rum eydimorkina og eftir thad er haldid til Petru thar sem verdur eytt tveimur dogum adur en haldid er aftur liklega med ferju til Egyptalands. Vid yfirgefum Egyptaland ad kvoldi 4 sept. en komum til islands um 11 ad morgni 5 sept.

Knus og kossar
Bryndis og Haukur

Sunday, August 26, 2007

Luxor

Thad er heitt i Luxor, yfir 40 stiga hiti og sol....sviti.is..er alveg olift herna uti a milli 2 og 6, best bara ad vera inni loftkaelda herberginu sinu og hvila sig. Erum tratt fyrir hitan buin ad na ad skoda fullt, forum i Luxor temple i gaer sem er ansi magnad og sidan i dag forum vid ad skoda konunga og drottningadalinn sem og hof Hatshipsuit eina kvennfaroans. Var ansi magnad en einum of heitt uti fyrir ad turhestast, vorum mjog fegin ad vera i tur med loftkaeldri minirutu. Erum ansa a mjog fyndnu hosteli herna i Luxor th.e.a.s. eg, Haukur og Herdis, restin af hopnum for a eitthvad luxushotel med sundlaug, vid letum okkur naegja loftkaelt 3 manna herbergi med ser klosetti og sturtubadi fram a gangi. Borgum adeins 170kall a mann fyrir nottina en thratt fyrir thad er thetta hreint og fint hostel sem tileinkad er Bob Marley.

Nu er klukkan 6 og hitinn uti adeins um 40 gradur :) Vaeri alveg til i ad lana heim svona eins og 10 gradur.

Annars viljum vid oska Jonu og Gunnari til hamingju med prinsessuna, verdur gaman ad koma heim og hitta hana.

Saturday, August 25, 2007

Aswan og Abu simbel

Fyrst sma fra Cairo. Vid forum i Nile Cruise seinasta kvoldid okkar i Cairo, thad var ansi gaman, serstaklega thar sem ad vid vorum einu turistarnir thar, urdum vitni ad brudkaupi og donsudum og trolludum med egyptunum a batnum, maturinn var ekkert spes en thad var ekki adalmalid. Forum svo a turistamarkadinn morguninn eftir (fundum thann retta, ekki bara lampa og ljot fot eins og vid lentum i seinast), thar var reyndar litid af turistum thar eins og allstadar i egyptlandi fyrir utan adal turistastadina (virdast allir vera a finum hotelum og fara bara i skipulagdar ferdir fra theim, vid skerum okkur svoldid ut). A markadnum var keypt ser pinu silfur og sma minjagripi, samt. Forum svo ut a flugvoll og flugum til Luxor. Egyptair er snilld, eru ny farnir ad bjoda uppa odyr fargjold innan Egyptalands a netinu, fyrir thetta 1,5 tima flug borgudum vid 3000 kr a mann, thratt fyrir ad boka adeins 3 dogum fyrir flugid. Madur hefdi haldid ad thetta vaeru algjorar sardinudosir, en flugvelarnar eru nyjar med ledursaetum og nog fotaplass jafnvel fyrir 2 m. haa menn, sidan faer madur afnot af teppi og kodda og fria drykki.

Vid stoppudum nu ekki lengi i Aswan, adeins 2 naetur. Fyrri nottina voknudum vid klukkan 3 til ad fara i minibus i logreglufylgd ad abu simbel (sa reyndar aldrei neina loggubila, bara fullt af odrum rutum), komum thanngad um 7 og roltum um i tvo tima, ansi magnad hof sem Ramses II byggdi ser til heidurs og svo eitt konu sinni Neferditi til heidurs. Risastorar styttur og fullt af hiroglifum og myndum a veggjunum. Annad sem er magnad vid thetta ad um 1960 var byggd stifla og vatnid hefdi att ad sokkva thessum hofum, nei nei tha tok egyptaland og UNESCO sig til og faerdi hofin, stein fyrir stein. Vid forum svo ad skoda temple of ISIS (gydju frjosemiss minnir mig), sem var ekki sidur flott en Abu Simbel og thad sem gerdi tha upplifun enntha skemmtilegri var ad thar var naer engin a svaedinu ad skoda thetta med okkur a medan ad Abu Simbel var krokkt af turhestum, svo sem ekki skritid thar sem allir fara saman i logreglufylgd fra Aswan ad skoda thetta. Vid profudum sidan ad fara a Felucca i solsetursiglingu, var ekki eins romatikst og vid hofdum buist vid, en thad spiladi vist inni ad thad var logn og skipstjorinn thvi sveittur ad reyna ad sigla med okkur um Nil.

Morguninn eftir tokum vid svo lest eldsnemma til Luxor, thar sem vid erum nuna, munum vera her til 28. agust, en tha fljugum vid aftur til Cairo og tokum thadan rutu (10 timar) yfir til Jordaniu.

Annars hofum vid thad bara mjog gott, erum baedi mjog hrifin af Egyptalandi, allir eru svo alminnilegir og thad er passad vel uppa okkur turhesatana herna (tho ad madur thurfi nu stundum ad borga sma tips fyrir). Er lika magnad ad vera i svona odruvisi menningu, labba um skitugar goturnar, thar sem allir heilsa manni welcome to egypt. Vid bjuggumst vid meira areiti herna, en mestmegnis er folk bara almennilegt, audvita er oft verid ad reyna ad selja manni eitthvad, en thad er adallega bundid vid turistasvaedinn, bara eins og i odrum londum sem byggja mikid a ferdamonnum. Hitinn er reyndar ansi mikill, thad er kalt i dag adeins 37 gradur, i gaer var 41 grada (i skugga), erum reyndar a heitasta svaedinu nuna thad verdur kaldar thegar ad vid forum til Jordaniu, kannski adeins 35 gradur :)

Jaeja best ad fara ad fa ser hadegismat og halda afram ad turhest

Wednesday, August 22, 2007

Crazy Cairo

Erum nu i algjorri gedveiki herna i Kairo. Komum her ad kvoldi til og vorum sott og keyrd a hotelid, sem er nb i midbae borgarinar, komum her klukkan 12 a midnaeti en samt voru goturnar fullar af folki og bilum. Erum buin ad vera edalturhestar herna, leigdum okkur airconbil fyrsta daginn (a 600 kr a mann), sem keyrdi okkur utum allt ad skoda helstu pyramidana. Byrjudum a rauda og bogna pyramidanum sem eru i daqurra (eda eitthvad svoleidis), vorum ein thar asamt turistaloggunni, thad var ansi magnad, skridum inn i thann rauda, var ansi langt nidur en ekkert merkilegt inni honum, bara tvo herbergi. Eftir thetta forum vid til Memphis sem er litid safn, thar sem memphisborgin stod, forum svo ad skoda einn elsta pyramidan (step pyramidan), komum vid i teppaskola, thar sem vid tymdum ekki ad kaupa okkur silkiteppi a 150 thus kall, voru samt mjog flott. Endudum svo i Giza ad skoda fraegustu pyramidana thrja og sphinxinn sem var ansi litill m.v. thad sem madur bjost vid (samt staerri en hafmeyjann i kaupmannahofn). Ansi skemmtinlegur dagur. Um kvoldid kiktum vid sidan a fraegasta markadinn herna, forum med taxi sem henti okkur ut i local hluta markadarins, og sagdi Crazy Cairo alla leidina og fannst hann voda fyndinn. Leigubilaferdinn var nu aevintyri ut af fyrir sig, segjum fra tvi seinna. Skodudum nu bara fata og lampa hluta markadarinns sem var fullur af folki og vid asamt Ernu og Hlyni vorum einu turistarnir a svaedinu, allir ad segja welcome to Cairo vid okkur og spadu vaentanlega mikid i tvi hvad vid vaerum ad villast tharna. Gerum adra tilraun a morgun til ad komast i turistahluta markadarins.

I dag vorum vid enntha meiri snobbhaenur og leigdum okkur bil og guide (meistara i egyptafraedum) a 850 kr a mann fra 9-4. Forum ad skoda islamic cairo og svo old cairo (kristna hlutann) og endudum a Egypska safninu, sem var ansi magnad. Erum svo ad fara a nile cruise i kvold ad sja magadansshow.

Erum annars mjog hrifinn af Cairo, thratt fyrir mannmergdina og alltof marga bila. Egyptar eru alveg yfirnatturulega vingjarnlegir og madur er mjog oruggur hvar sem madur er. Kannski helst ad manni hrylli vid ad fara yfir gotur, thar sem ad allir keyra i kross og thad er ekki verid ad stoppa fyrir gangandi vegfarendum, galdurinn er bara ad labba af stad og hika ekki. Vid erum reyndar komin med goda adferd stillum okkur upp hlemegin vid heimamenn og notum tha sem human shield thegar labbad er yfir gotuna.

p.s. maginn er ordinn skarri

knus og kvedjur fra Crazy Cairo
Bryndis og Haukur

Sunday, August 19, 2007

Lifid i fiskaburi

Erum her i godu yfirlaeti i Egyptalandi. Erum reyndar buin ad eyda mestum tima herna nedansjavar, kvortum samt ekki thvi ad thad er aedi ad kafa herna, fallegur korall, fullt af fiskum og magnadir kofunarstadir. Forum m.a. i kofun ad skipsflaki sem var ansi magnad, erum allt i allt buin ad taka 10 kafanir herna (eg reyndar bara 9 thar sem ad eg fekk i eyrun i einni kofuninni og komst ekki nidur fyrir 5 metrana og vard thvi ad fara upp a yfirbordid og haetta vid, hund fult en hvad getur madur gert). Erum nuna buin ad kafa, planid var svo ad fara ut i eydimorkina og gista thar i eina nott og klifa Sinai fjall, en sokum magakveisa, litils svefns vegna stifs kofunarprograms og mattleysis (tengt litilli matarlist vegna magakveisa) foru bara 3 af 9 manna hopnum i fjallgonguna. Eg og Haukur akvadum ad vera heima, Haukur var reyndar med i maganum i tvo daga en thad er batnad nuna, eg er enn ad vona ad min fari ad fara, er amk kosti farin ad geta bordad aftur. Lappirnar baru mig varla uppa adra haed i morgunmat i morgun, thannig ad eg hefdi ekki getad gengid upp a fjallid. En maginn er samt vonandi ad venjast E.coli gerla florunni herna, thetta er vist partur af thvi ad ferdast til Egyptalands, vid erum oll buin ad passa okkur mjog vel ad borda ekki hratt graenmeti og skorna avexti, fordast klaka og drekka bara floskuvatn en thad eru samt allir bunir ad fa i magan nema Herdis en thad er ekkert ad marka hun er buin ad vera a flakki i marga manudi og er thvi ordin von ollu. Annars er buid ad vera aedilsegt herna, magaveikin hefur sem betur fer ekki skemmt neitt fyrir okkur :). Vid forum m.a. i kofunarkamelsafari, hljomar voda spennandi og er thad, fyrir utan Kamelpartinn, er ekkert vodalega thaegilegt ad sitja a kameldyri i 1.5 tima, allir ver aumir i rassinum og strakarnir ekki alveg vissir um ad their myndu eignast fleiri born, thihi. Hotelid okkar er mjog fint og vid erum mjog anaegd med kofunarmidstodina. Fyrstu 4 dagarnir foru bara i ad kafa, thar sem ad allt er a dahab tima herna (svipadur og Fiji timi) og allir mjog chilladir. I dag vorum vid svo bara mjog uppgefin og svafum og lagum vid sundlaugarbakkan og sloppudum af og reyndum ad borda (ekki hafa neinar ahyggjur erum mjog dugleg ad drekka vokva og ef ad vid komum ekki mat nidur i okkur faum vid okkur sprite og svo vatn med svona uppleystum dehydratiion toflum).
Verdlagid herna er lika ansi fyndid, thad kostar svona ad medaltali 800 kr fyrir okkur Hauk ad fara ut ad borda i kvoldmat (matur og gos, thar sem ad vin er selt a mjog faum stodum herna) og vied erum ekki ad borda a odyrustu stodunum.
A morgun fljugum vid svo til Cairo (kostadi bara 1300 kr. alveg thess virdi ad sleppa vid 10 tima rutuferd) og verdum thar i 3 daga en vid fljugum til Aswan (thad flug kostadi 3000 kr. sem er odyrari en 14 tima turistalestin sem vid gatum tekid :)), hvad vid gerum eftir thad kemur svo i ljos.
Annars eru Egyptar hinir indaelustu, eru reyndar taeknilega sed minnst Egyptar herna, adallega svokalladir Beduinar, hofum samt heyrt miklar horrorsogur um agengi theirra en vid sjaum til hvernig thetta verdur 'i kairo..

Jaeja bless i bili
kossar og knus
Bryndis (sem skrifar) og Haukur

Sunday, August 12, 2007

Sol, pitsur, is, rustir og fjolskyldan

Vid Haukur erum buin ad hafa thad rosa gott herna a Italiu, undir godum vendarvaeng fjolskyldunnar. Husid sem ad vid bjuggum i nalaegt Viterbo var mjog fint, gamall turn fra 12 old (gamalt eins og allt herna), med sundlaug, beljur med stor horn, asna, svin og puddur i gardinum. Allt voda sveita og fint, sidan skemmdi nu ekki fyrir ad thad var ansi mikid af saetum blomum og trjam thar lika.
Dagarnir thessa viku voru allir mjog svipadir.
Vaknad milli 9 og 10 og fengid ser morgunmat. Nema einn morguninn er Kjartan vakti okkur kl 8 vid mikla sinufilu og reyk allt i kringum husid, heldum ad vid thyrftum ad flyja vegna skogarelda, en tha var thetta bara sma sinubruni :):)
Legid i solbadi og sundlauginni til um 13 thegar farid var ad verda of heitt, fengid ser hadegismat og siestad svo til um 16
Eftir siestuna var haldid i eitthvad af gomlu baejunum i kring ad turhestast, rosalega magnad , allstadar sem ad vid forum var otrulega mikil saga og mikid af flottum eldgomlum byggingum. Ekki alveg thad sem ad madur a ad venjast heima.
A kvoldin var svo farid ut ad borda eda eldad dyrindismat heima i husi, ekki skemmdi fyrir ad uti i gardi var svona ofn til ad elda ekta italskar eldbakadar pitsur :)
Allt i allt var thetta snildar vika og vid viljum thakka ollum ferdafelogum okkar fyrir
I gaer var husid svo kvatt i rigningu og kulda (svona 20 gradur ;)) og keyrt til Romar. Verd ad segja ad eg hef dast ad Hauki og Kobba bilstjorunum okkar, thad virdist nefninlega engin fara eftir umferdareglum her a Italiu og thvi ansi erfitt ad keyra herna, en thratt fyrir thad eru italir mun tillitsamari bilstjorar en vid Islendingarnir, otrulegt en satt.
Vid erum thvi buin ad eyda tveimur dogum i Rom ad skoda alla helstu stadina, asamt OLLUM hinum turhestunum, er adeins meira af folki herna en thegar vid vorum herna seinast (That var reyndar i oktober), sidan eru oryggisradstafarnirnar ordnar mun meiri, vopnaleitarhlid i Colosseum og inni Peturskirkjuna. Rom er samt mognud, hvar sem madur labbar eru merkilegar flottar eldgamlar byggingar, borgin er bara eins og risastort safn ;)
Annars er otrulega mikid af veitingarstodum, budum og odru lokad herna vegna sumarfria, allir italir fara vist i sumarfri og flykkjast ur borgunum i kringum 15 agust.

Annars er allt gott ad fretta hedan, vid vorum ad enda vid ad kvedja fjolskylduna hennar Bryndisar og annad kvold yfirgefum vid Rom og tha hefst leggur 2 i ferdinni okkar, Egyptaland med kindunum.

Bless i bili

Endinlega skodid myndirnar sem vid settum inna myndasiduna (gatum bara sett inn faar) og kommentid.

p.s. A Italiu eru log sem krefjast thess ad madur syni skilriki (ID-card) er madur notar internet kaffi.

Kossar og knus
Haukdis

Friday, July 27, 2007

Aftur á flakk

Aðeins vika í 5 vikna ferðalag til Ítalíu, Egyptalands og Jórdaníu. Við getum ekki beðið. Erum búin að gera allar nauðsynlegar ráðstafanir s.s. eins og að tékka á hvort maður þurfi vegabréfsáritun (þurfti m.a. að senda ræðismanni Egyptalands í Osló póst til að fá upplýsingar) og fara í nauðsynlegar bólusetningar (Lifrarbólgu A, Lömunarveiki, Mænusótt, Stífkrampi og Taugaveiki, tókum reyndar líka lifrarbólgu B svona til að vera 100%).

Svona er ferðaáætlunin

3. ágúst
Flogið til Gatwick með BA, gist í eina nótt á Rosemead guest house
Þar sem að við lendum um 3 verður skellt sér til London að versla pínu. Aðallega farið í Primark að kaupa sér ódýr ferðalagsföt, í Waterstones að ná í bækur sem við erum búin að panta (Harry Potter og Lonely Planet hvað annað), Marc Jacobs og American apperal fyrir stóru systur og ef að það er tími til verður kannski aðeins kíkt inní H&M.

4.ágúst-13.ágúst
Flogið til Róm með easyjet, lent þar um hádegi, náð í bílaleigubíl sem var bókaður í gegnum Hertz á Íslandi og lagt af stað í litla húsið sem við leigðum í Lazio héraði rétt hjá bænum Viterbo.
Þann 11. ágúst er svo farið aftur til Róm og gist þar í tvær nætur, fjölskyldan kvödd þann 12 og við skötuhjúin eyðum seinasta deginum í Róm ein.

13.ágúst
Flogið að kvöldlagi til Rómar aftur, gist á Rosemead þar sem verð miklir fagnaðarfundir er hópurinn sem fer saman til Egyptalands mun hittast. Verður sérstaklega gaman að hitta Herdísi flökkukind sem er búin að vera á ferðalagi frá því í janúar.

14. ágúst-4.september
Flogið til Egyptalands með BA. Munum byrja á því að kafa í 4 daga í Dahab, með Desert divers og gista á meðan á Nesima resort, flottasta hótelinu á svæðinu. Fórum svo í ferð inní eyðimörkina, þar sem við gistum og klífum svo Sinai fjall. Þann 20. ágúst eigum við svo flug með Egyptair frá Sharm el Shaik til Cairo (kostaði heilar 1800 kr á mann). Stefnan er svo að skoða Cairo með pýramídunum og öllu tilheyrandi, fara svo niður til Aswan, abu simbel og Luxor áður en að stefnan verður tekin til Jórdaníu í nokkra daga að skoða sig um það. En þetta er enn ansi laust í reipunum.

4. -5 .september
Flogið til London, lent þar uppúr miðnæti og flogið svo heim til Íslands kl. 7 um morguninn.