Saturday, August 23, 2008

Áfram Ísland

Nú vildi ég vera heim á Íslandi (nú eða í Peking). Það er samt algjör snilld að fylgjast með leikjunum í sænska sjónvarpinu, þulirnir fara á kostum (þó að ég skilji ekki alveg allt). Sigfús Sigurðsson er í uppáhaldi hjá þeim, hinn sanni víkingur, þeir áttu ekki til orða er hann skoraði úr hraðaupphlaupi enda þyngsti maður keppninar (114 kg.). Þeir hlæja líka að skrítnum íslenskum nöfnum, t.d. er Snorri gælunafn fyrir stolt karla hér í Svíþjóð. Þeir voru líka rosalega stoltir af því að litla Ísland skildi vinna (lilla Island), að vera komin í úrslit á stórmóti og hafa BARA úr um 150 þúsund karlmönnum að velja í liðið. Þeir skildu þetta ekki alveg, en svöruðu spurningu áhorfenda hversvegna Ísland væri svona gott í handbolta á þá vegu að hér æfðu svo margir handbolta og síðan væru íslendingar með víkingavaxtarlagið sem hentaði vel til íþrótta ;) En síðan bættu þeir við að þeir gætu ekki svarað þessari spurningu.
En ég segi bara ÁFRAM ÍSLAND og horfi á leikinn á sunnudaginn, ein öskrandi á sjónvarpið.