Thursday, December 27, 2007

Innan við tvær vikur í ferðina

Fúff, það styttist í þetta. Við skötuhjúin erum ekki alveg að átta okkur á þessu, er búið að vera of mikið að gera við að undirbúa jólin, sækja um skóla og pakka íbúðinni niður. Við eigum eftir að átta okkur á þessu er við komum á Heathrow.

Annars er allt að verða klárt, búin að láta bólusetja okkur fyrir öllu mögulegu hjá ferðavernd, skoða hvar við þurfum vegabréfsáritun (Ástralíu, það er sótt um það á netinu og Kína og Víetnam sem við sækjum um í Bangkok) og panta gistingu fyrstu næturnar í NY.
Síðan erum við náttúrulega búin að panta allt flug. Þar sem að maður er orðin of gamall til að panta ferðir með stúdentaferðum, sendi ég póst á um 10 breskar og bandarískar ferðaskrifstofur sem sérhæfa sig í ferðum til framandi landa. Við enduðum á að kaupa í kringum heiminn miða með flightcentre frá bretlandi, þetta var ódýrasta flugið og ekki spilti að þau eru nær öll með BA eða Quantas :).

Fyrir utan flugið er mjög lítið planað, við vitum hvar við gistum í BNA og við ætlum að panta okkur gistingu í Sydney fljótlega, Mardi Gras, risa hátíð samkynhneigðra er nefninlega þar sömu helgi og við og því hætta við að lítið verði um ódýra gistingu en nær dregur. Annars verða hlutirnir bara spilaðir eftir eyranu.

Eitt er þó víst eftir 3 vikur verðum við á lítilli eyju undan ströndum Hondúras að kafa og slappa af í sólinni :). Næstu 6 vikurnar eftir það verðum við á þvælingi í Hondúras, Guatemala og Mexíkó. Hver veit kannski skellum við okkur á spænskunámskeið, skoðum Maya rústir, lærum á brimbretti eða verðum strand í litlum smábæ þar sem engin skilur okkur.

Wednesday, December 19, 2007

Aðeins 3 vikur

Nú styttist í ferðina aðeins 3 vikur til stefnu. Erum á fullu að pakka búslóðinni niður þar sem að við flytjum milli jóla og nýjárs uppí mosó til foreldra Bryndísar.

Annars er komið á hreint hvar við munum búa næstu 5 árin, en það verður í Stokkhólm. Ég er komin með doktorsstöðu við plöntuvistfræðideild Stockholm Univeristy. Ég flyt í júní en Haukur kemur í lok ágúst, hann ætlar að stunda mastersnám í fjármálum við sama háskóla.

Nú er bara að finna sér íbúð í Stokkhólm og pakka fyrir heimsreisuna ;)