Tuesday, October 9, 2007

Heimsreisa eftir 3 mánuði

Í dag er aðeins 3 mánuðir þar til að Haukdís heldur af stað í 4,5 mánaða heimsreisu um M-Ameríku, Ástralíu og Asíu. Fylgist spennt með:)

Saturday, October 6, 2007

Jórdanía og leiðin heim

Jæja, orðið löngu tímabært að klára þessa ferðasögu. Í síðasta bloggi vorum við stödd í Aqaba í Jórdaníu. Við vorum eina nótt þar og keyptum okkur miða í hraðbáti á milli Aqaba og Nuweib í Egyptalandi. Kallinn sem seldi okkur miðana var ansi hress og sýndi okkur stoltur fallega gull casio úrið sitt, sem hann hafði fengið að gjöf frá Hussein fyrverandi konungi fyrir að útskrifast með ágætiseinkunn í háskólanum.
Við héldum svo til Wadi Rum (eyðimerkurþjóðgarður í Jórdaníu) með leigubíl þar sem við hittum gaurinn sem var leiðsögumaður okkar um þjóðgarðin. Við vorum bara 3 ásamt leiðsögumanninum í flotta 20 ára gömlum Toyota Landcruiser, glæsikerra hreint út sagt. Við keyrðum um eyðimörkina í tvo daga, hún er ansi mögnuð og mikið af fallegum klettum. Var samt frekar róleg ferð, mikið stoppað og tekið sér langa matarpásu (guidinn eldaði) og svo nokkrar tepásur (þeir eru alltaf að drekka te hérna, sætt svart te). Við sváfum undir berum himni, það var ansi magnað :):) Seinni daginn fórum við svo m.a. í heimsókn til fjölskyldu guidsins sem býr í svona beduina skýlum. Mamma hans býr þar ásamt hinni konu pabba hans og glás af börnum, geitum og einu litlu kameldýri.
Eftir þetta fórum við til Petur og svo aftur til Egyptalands og heim (klára færsluna seinna)