Friday, June 6, 2008

Heimsreisan endar og nýtt ferðalag tekur við

Jæja nú er Haukdís komin til Íslands, stoppið var samt ekki langt og er dísar hlutin nú í saga class lounge í Leifstöð á leið til Svíþjóðar í doktorsnám. Hinn helmingurinn kemur svo með kuldanum í haust.

En best að klára ferðasöguna. Við vorum í Peking í heilar 7 nætur (ég var lengur í Peking en heima á Íslandi) og höfðum það mjög gott. Við hættum okkur aftur á markaðina og versluðum smá meiri minjagripi og síðan tvo hálfvita á 1700 kr. stykkið. Ég mæli eindregið með að fólk á leiðinni til Kína að versla, finni út fyrirfram hvað hlutirnir eiga ca. að kosta (t.d.googla á netinu eða tala við fólk sem hefur verið í Kína) til að það verði ekki svindlað of mikið á því.
Peking er ótrúlega mögnuð borg og mjög mikið að skoða, við höfðum nóg að gera þessa 7 daga sem við stoppuðum þar. Ég var búin að skrifa um fyrstu dagana en seinni dagana þar fórum við að skoða sumar höllina, forboðnu borgina og röltum svo um þröngar götur borgarinnar (sk. Hutong). Allt ansi magnað en við fengum samt svoldið nóg af öllu fólkinu, það var mikið af túristum þarna.
Allt í allt var þetta æðisleg ferð og rosalega vel heppnuð. Við vorum ekki rænd, urðum aðeins veik í 2 daga og lentum ekki í neinum vandræðum að viti.

En nú tekur nýtt ferðalag við, flutningur til Svíþjóðar í doktorsnám.

Þar til næst
Bless bless

2 comments:

Anonymous said...

Verður haldið úti Stokkhólms-krúnki? :)

Anonymous said...

er ekki kominn tími á eitt stykki svíþjóðarblogg???

Knús Erna