Wednesday, September 24, 2008

Jóna-Leipzig og meiri Svíþjóð

Ég er ekki alveg að standa mig í þessu bloggi, stefnan er að skrifa smá pistil einu sinni í viku, en ekki bara einu sinni í mánuði.

Jóna kom í heimsókn til mín í ágúst, það var æðislegt. Við fórum að sjá mamma mia í Globen sem var ótrúlega gaman. Ég elska þennan söngleik og á pottþétt eftir að kaupa mér DVD myndina um leið og hún kemur út (kannski að ég nái þá að pína Hauk til að horfa á hana). Við skelltum okkur líka á djammið hérna í Stokkhólm, það var alveg hundskemmtilegt. Fórum á nokkra bari og svo næturklúbb. Það sem vakti einkar mikla gleði hjá okkur Jónu var að gera grín að klæðaburði sænskra karlmanna, þarf greinilega að fara með Hauk í smá verslunarleiðangur ef að hann á að fitta inní hérna í Stokkhólm. Hlýrarbolir, hnepptar afa peysur og niðurmjóar gallabuxur eru málið (og svo má ekki gleyma bringuvaxinu). Við Jóna kíktum svo auðvita pínu í búðir og skoðuðum Stokkhólm. Ég komst að því að ég þarf að kaupa mér túristabók um Stokkhólm áður en næstu gestir koma, er ekki alveg nógu góð í að vita hvað á að skoða (en ég veit allt um hvar á að versla).
Í seinustu viku var ég svo í Leipzig ásamt 800 öðrum vistfræðingum á ráðstefnu. Var ansi áhugavert. Var samt ansi fyndið að í hvert sinn sem ég reyndi að tala þýsku þá kom allt út á sænsku, greinilega ekki pláss í heilanum nema fyrir 3 tungumál í einu (enska, íslenska og sænska). Þjóðverjarnir skildu mig ekki þegar ég sagði: En öl tack !!
Ég var í GISkúrs fyrstu tvær vikurnar í september þar sem ég lærði að vinna með ARCview forritið, sem er ótrúlega sniðugt. Ég fer svo í inngangskúrs fyrir PhD stúdenta í næstu viku, verður fínt að kynnast fleirri nýjum doktorsnemum.
Sit núna öll mánudagskvöld milli 18 og 21 í kúrs í sænsku. Hann er ok, mjög fínt fyrir mig að æfa málfræðina og það að skrifa en ég held að ég tali/heyri aldrei meiri ensku en í þessum tímum. Mér gengur ágætlega að skilja sænskuna (þó að stundum kinka ég bara kolli og segji ah þó ég skilji ekki) og síðan gengur ok að tala hana, er samt með frekar einfaldan orðaforða, en þetta kemur allt.

Haukur kemur svo eftir 9 daga það verður æðislegt. Det är jätte trevligt att Haukur kommer hit efter bara nio dagar. Så kan vi gå på Stan, dricka öl och ha det roligt.

Jæja best að klára bjórin og kanilsnúðin og læra pínu áður en ég fer að sofa. God natt !

Kram och puss

Bryndís

4 comments:

Anonymous said...

Þú ferð að breytast í kanelsnúð af öllu þessum kanelsnúðum ;o) mmm.... nammí namm

Anonymous said...

Hae skvis

Gaman ad heyra ad thad styttist i ad thid skotuhjuin seud saman aftur.

Verdur gaman ad sja hvort Haukur vilji ekki klaeast alveg eins og Sviarnir! Held ad madur verdi ad kikja til Stockholm til ad sja thad!

Knus Erna

Anonymous said...

Hvernig gengur svo með sænskuna? Ég þarf pottþétt að fá mér svona afapeysu og vaxa á mér bringuna áður en ég kem út!
Så ses vi i december! Det blir säkert skitkul!

Anonymous said...

Lýst vel á vikulega pisla :)

Kv. Jenný