Tuesday, September 30, 2008

Ótrúlega er ég dugleg, bara rúm vika síðan ég bloggaði seinast.

Aldrei þessu vant er vikan búin að vera mjög viðburðarrík :)

Ég er loksins byrjuð að hreyfa á mér óæðrihlutan, er byrjuð að spila doktorsnema innibandý einu sinni í viku og síðan skellti ég mér í bodypump á sænsku SNEMMA í morgun. Sænskt innibandý er æðislegt (aðeins öðruvísi en maður á að venjast í leikfimi heima), versta er að þolið er ekki uppá marga fiska og síðan kvelst maður í tvo daga á eftir sökum harðsperra. Það var einnig mjög gaman í body pump og plús við það er að ég læri pínu sænsku í leiðinni ;). Er stefna hjá háskólanum hérna að allir starfsmenn séu frískir, og því fær maður klukkutíma á viku á vinnutíma til að hreyfa sig auk þess sem madur kemst frítt í 2-3 tíma á dag í gymminu sem er hliðina á háskólanum. Algjör snilld, sérstaklega þar sem að krónan er í frjálsu falli og ég tými ekki að yfirfæra pening til að geta keypt mér líkamsræktarkort. Ætli að ég reyni ekki að draga Hauk með mér í badminton og út að skokka er hann kemur hingað. Annars er ég skíthrædd við að fara ein út að skokka hérna, skokkleiðirnar eru nefninlega í gegnum skóg og ég er alveg vissum að ég muni villast, síðan eru líka mýflugur í skóginum sem bíta mann ef maður stoppar.
Um seinustu helgi fór ég í sumabústaðarferð með öðrum íslenskum námsmönnum, það var ansi gaman og maður kynntist aðeins betur fólkinu.
Ég er síðan búin að vera í kynningarkúrs fyrir doktorsnema í líffræði, fínt að kynnast öðrum nýjum nemum.
Síðan var mér boðið að ganga í saumklúbb, ákvað að þiggja boðið, byrja næsta fimmtudag. Verður ansi áhugavert, hef ekki prjónað síðan í gaggó. Er búin að ákveða að byrja á trefli, við sjáum til hvernig það gengur, ég læt ykkur vita.

Bless í bili

3 comments:

Unknown said...

Hvað er mailið hjá Hauk?

Anonymous said...

Treflar eru góðir sem byrjunarverk - þekki það af eigin raun ;)

Væri samt gaman að heyra fréttir af þér :)

Kær kveðja út!
Gógó

Anonymous said...

Good fill someone in on and this fill someone in on helped me alot in my college assignement. Say thank you you as your information.