Monday, January 14, 2008

New York

Við mættum á hótelið okkar í NY kl. 21 að kvöldi seinasta miðvikudag eftir um 15 tíma ferðalag. Þar sem að við urðum að byrja ferð okkar í London (keyptum í kringum heiminn miða sem varð að byrja og enda í London) flugum við í 3 tíma yfir Atlandshafið til London Heathrow, biðum þar í 4 tíma og flugum síðan í 7 tíma aftur yfir Atlandshafið til NY. Það bjargaði samt alveg að við gátum beðið í flottum Saga Class lounge bæði á Heathrow og í Leifstöð. Það er sniðugt að vera með Priority pass sem kemur manni inní Saga Class lounge út um allan heim, þrátt fyrir að maður sé að fljúga á ódýrasta farrými. Við vorum í NY í 2 daga, gistum á cosý, vel staðsettu hóteli, við sáum Empire State building útum gluggann (hotel31). Við gengum af okkur lappirnar þessa daga, við fórum uppí Empire State building, fórum í Central Park, á Times Square, Brooklyn bridge, Wall Street, Ground Zero auk þess sem við reyndum að sjá frelsistyttuna en því miður var herra þoka að þvælast fyrir. Erum búin að setja NY myndirnar inná myndasíðuna.

1 comment:

Svana said...

það er svo gaman í NY :)