Tuesday, February 19, 2008

Mexiko oh Mexiko

Thad er eintom gledi herna i San Cristobal, Haukurfann veitingastad sem syndi meistaradeildina, thannig ad hann gat horft a Liverpool vinna Inter Milan :)

Jaeja afram med ferdasoguna...
Vid endudum a thvi ad vera i 5 daga i Merida vorum samt fegin ad losna thadan thar sem ad Merdia er ekki skemmtilegasti baerinn sem vid hofum verid i. Thad er einum of mikid af folki thar og umferdin er mjog mikil. Thetta var samt godur stadur til ad fara i skodunarferdir fra. og sidan vorum vid a mjog skemmtilegu hosteli med godri eldunaradstodu og skemmtilegu folki. Vid endudum a ad elda okkur mat a hverju kvoldi (er svoldid leidigjarnt ad fara 2-3 sinnum ut ad borda a dag) og sitja svo drekka bjor (42 pesoar fyrir 8 litla dosabjora= 273 kr) og kjafta vid adra ferdalanga a kvoldin. Thad er skemmtileg samsetning af ferdalongum herna i Mid-ameriku, adalega folk um og uppur 25 ara aldri og svo elliliferisthegar (folk kemst a eftirlaun um 50 i sumum londum). Thad vantar naestum alveg aldurshopin undir 25 sem er svo afgerandi a hostelum i Evropu og Astraliu.
Fra Merida forum vid i dagsferd til Celestun sem er vid strondina, thar forum vid i fuglaskodun. Var ansi magnad ad sja hundrudir flamingoa saman komna rett fyrir framan nefid a manni (their eru svo fallega bleikappelsinugulir ad lit). Auk flamingoanna saum vid svarta og hvita pelikana og ymsa adra fulga sem eg veit ekki nofnin a. Vid forum einnig inni leiruvidarskog sem eru mitt uppahald. Daginn eftir heldum vid i gula baeinn (Izamal), er ansi saetur Mexikanskur baer thar sem allar byggingarnar eru malad gular, sidan er thar audvita mjog flott torg thar og svo risa klaustur vid einn enda thess, audvita gult a lit. Thar var einnig risastor Maya pyramidi, um 40 m a haed og naer yfir 8000m2 svaedi en adeins er buid ad endureisa hluta hans. Naesta dag heldum vid svo ad skoda meiri Mayarustir i Uxmal. Thaer voru ansi flottar, meira utskornar en adrar sem vid hofum skodad, ae annars er erfitt ad lysa thessu thid verdid bara ad skoda myndirnar (thegar vid setjum thaer inn). I eftirmiddaginn hittum vid Kathalyn, thyska stelpu sem vid hofdum ferdast adeins med i Guatemala, en hun byr nu i Merida og er ad vinna i bud hja thyska sendiradinu sem selur thyskan mat og groft braud (thad er adeins haegt ad kaupa franskbraud herna). Vid forum med henni og mexikonskum vini/kaerasta hennar a Mexikanskan pobb, klukkan var 2 a fostudags eftirmiddegi og stadurinn fullur af folki ad drekka bjor. Vid pontudum okkur bjor og med honum fengum vid eins mikid og vid vildum af tortillas, baunamauk, eggjamauk, steiktri svinapuru, nachos og fleiru mexikonsku godgaeti sem vid vitum ekki alveg hvad var. Og thetta var allt fritt med bjornum sem kostadi adeins 15 pesoa ( um 100 kr). Thad kvold yfirgafum vid Merida og tokum naeturrutu til Palenque, thar gistum vid fyrir utan baeinn i El Pancha. Thetta er svaedi i skoginum rett vid adalveginn thar sem haegt er ad leiga Cabanas ( sem eru litlir kofar i skoginum) en thar eru einnig tveir vveitingastadir og nokkrir pobbar. Thar skodudum vid meiri Mayarustir sem voru einnig ansi flottar stadsettar i midjum frumskoginum og eftir ad hafa skodad rustirnar rolti madur eftir fallegum skogarstig ad safni sem var thar og ad thvi loknu roltum vid i um 15 minutur ad fallegum fossi thar sem vid fengum okkur sundsprett med heimamonnum (Var ansi gott i hitanum). Um kvoldid fengum vid okkur goda pitsu a veitingarstad i skoginum og roltum svo yfir a utibar thar sem liter af bjor kostadi 30 pesoa (195 kr). A barnum voru lokal rockbond ad spila (15-20 ara strakar), fyrsta bandid spiladi sma af coldplay og radiohead en restin spiladi rock a spaensku, sem var bara ovenjuskemmtilegt og god tilbreyting fra ollum spaensku astarvellunum sem vid heyrum allstadar. Hittum thar tvo breska og einn kanadiskan strak sem vid hofdum kynnst i Merida, einn theirra atti afmaeli. Tvi var fagnad med Tequila og va hvad tequilad herna er miklu betra en sullid sem madur faer heima. Thetta var mjukt og an vonda eftirbragdsins. Vid endudum med theim og nokkrum Mexikonum i eftirparty a litlum bar og skemmtum okkur mjog vel.
Daginn eftir heldum vid ad skoda foss (eg man ekki hvad hann heitir), Aqua Clara (sem var rosalega bla a) og svo Aqua Azul sem er ekkert sma flottir fossar og blair pollar (erfitt ad lysa). Thadan forum vid til San Cristobal, aedislegs baejar hatt uppi fjollunum sem minnir svolitid a Guatemala. Hitastigid herna er svipad og a godvidris dogum a Islandi, svoldid kaldaraen vid eigum ad venjast. Vid erum buin ad vera her i tvaer naetur, rolta um baeinn (og audvita skoda kirkjur og torg), fara a markadi (keyptum einn litinn bordduk) og slappa af a fina hotelinu okkar. Akvadum ad splaesa i goda gistingu, er gott ad fa fri fra vondum rumum og illa hljodeinangrandi herbergjum svona stundum. Svafum mikid og horfdum a sjonvarp (er algjor luxus ad hafa sjonvarp i herberginu og hvad tha eitt med 3 enskum stodvum). I kvold forum vid svo med naeturrutu til Oxaca (11 timar) en vid stefnum ad vera thar i eina nott adur en ad vid holdum til Mexikoborgar. Vid eigum svo flug fra Mexikoborg til LA thann 25 februar.

Eg verd ad segja ad eg hef sjaldan smakkad eins mikid af godum bjor og herna i Mexiko, hann er aedislegur og frekar odyr (vid Haukur erum i keppni um hver naer ad safna mestu bjorbumbunni ;))

Svona til ad svala forvitni folks tha trulofudum vid Haukur okkur i Utila Honduras a fallegri strond thann 17 januar. Var allt voda romo og kom mer alveg i opna skjoldu. Vid akvadum samt ekki ad segja folki fra thessu fyrr en vid vorum buin ad kaupa hringana, sem vid gerdum i Playa del Carmen i Mexiko. Keyptum okkur einfalda fallega silfurhringa fyrir trulofunina (setjum upp gull er vid giftum okkur....nei erum ekki buin ad akveda okkur hvenaer).

Bless i bili

p.s. setjum ekki inn myndir nuna, gerum thad seinna

2 comments:

Anonymous said...

Til hamingju og djofull hljómar Mexico spennandi er naestum byrjud ad plana ferd tangad naest. Hlakka til ad lesa meira.

Kvedja fra Uruguay
Erna og Anna Begga

Anonymous said...

Til hamingju með trúlofunina krúttur! :)))

Sammála síðasta ræðumanni, Mexikó hljómar svakalega vel og ég orðin ansi heit fyrir að fara þangað. Spurning hvort Rússland eða Mexíkó verður ofan á í smá skrepptúr ;)