Friday, May 16, 2008

Hormungar i Kina

Thad hefur liklega ekki farid framhja neinum risa jardskjalftin sem var her i Kina fyrir viku. Madur er vanur ad upplifa svona hormungar i gegnum frettir heima i stad thess ad vera adeins nokkrum klukkutimum fra svaedinu thar sem thetta gerist. Aetli ad vid hofum ekki fundid fyrir skjalftanum i ruma minutu og var hann allt odruvisi en madur er vanur ad finna heima. Honum er kannski best lyst sem ruggi sem jokst og joks og stod i ruma minutu. Hann var ekki eins snarpur eins og their heima sem eg hef fundid. Fyrst helt eg ad mig vaeri ad svima og svo leit eg utum gluggan til ad vera viss um ad eg vaeri ekki a bat (madur getur stundum verid svo vitlaus), vid Haukur litum a hvort annad og hann spurdi er thetta jardskjalfti? Vid reyndum ad spyrja afgreidslustulkuna sem stod yfir okkur hvad vaeri ad gerast, bentum a ljosakronurnar sem voru farnar ad sveiflast fram og tilbaka og tha var eins og hun attadi sig, kalladi eitthvad til starfsfelaga sinna og benti okkur svo ad yfirgefa stadinn. Vid vorum a nedstu haed, drifum okkur ut i orugga fjarlaegd fra husinu og fylgdumst med folki koma hlaupandi utur byggingunum herna i kring. Vid bidum abyggilega uti i rumar 10 minutur adur en vid heldum aftur inna matsolustadinn (asamt ollum odrum) pontudum mat og atum. A leidinni heim a hotel aetludum vid i supermarkadinn en hann var lokadur, allt starfsfolkid stod fyrir utan og oryggisverdir possudu ad engin faeri inn. Thad var um 10 minutna gangur heim a hotel og allstadar sat folk fyrir utan heimili sin og budir og spiladi eda kjaftadi, vid roltum framhja byggingarsvaedi og allir verkamennirnir satu fyrir utan, enginn var ad vinna. Vid vorum ekki viss hvort ad thetta vaeri vegna jardskjalftans eda einhvers annars (folk gat sitid uti utaf hitanum og verkamennirnir gaetu verid i pasu) enda er erfitt ad spyrja thar sem engin talar ensku. Folk var samt almennt mjog rolegt thannig ad vid vorum ekkert ad panika, vissum lika ad skjalftin thar sem vid vorum gat ekki hafad verid meira en 4 eda 5 a richte (thetta var adeins minni hristingur en vid fundum heima i Reykjavik i stora skjalftanum) og thar sem ad hann var svona mjukur (ekki snarpur) hlytum vid ad vera toluvert langt fra upptokunum (eg veit svosem ekki hvort ad thad se rett en okkur fannst thad a.m.k. rokrett). Vid forum inna hotel, netid thar var upptekid og engin enskumaelandi madur i augsyn. Thar sem ad folk thar var rolegt drifum vid okkur uppa hotelherbergi og kveiktum a einu enskumaelandi sjonvarpstodinni i Kina, um 20 min. sidar var frettatimi en thad var naer ekkert minnst a jardskjalftan fyrr en i blalokinn en tha kom ad nyjar frettir vaeru ad berast um skjalfta sem var 7.8 a richter einhverstadar i Kina (vid nadum ekki hvar). Vid skiptum thvi yfir a kinversku frettastodvarnar, en thar skyldum vid ekki neitt, their syndu samt myndir af heradinu sem midja skjalftans var i og med hjalp leidsogubokarinnar okkar (sem er med ser kafla fyrir hvert herad og teiknada mynd af utlinum thess) tokst okkur ad stadsetja skjalftann. Vid vorum fegin ad sja ad vid vorum i 1200 km fjarlaegd og thyrftum thvi litid ad ottast eftirskjalfta. Vid vissum samt ad folkid heima myndi hafa ahyggjur af okkur thannig ad vid drifum okkur a netid og sendum sms heim og bloggudum. Kiktum svo a mbl.is og visir.is og fengum tha loks almennilegar upplysingar um skjalftann.


Erum nuna buin ad vera ad gista a hostelum thar sem enska frettastodinn er ekki thannig ad vid faum frettir af hormungunum i gegnum netid auk thess sem ad myndirnar sem syndar eru af svaedunum sem voru verst uti og af bjorgunaradgerdum a kinversku frettastofunum segja meira en thusund ord. Thetta eru thvilikar hormungar. Her i Kina er a hverju gotuhorni verid ad safna pening fyrir fornalomb jardskjalftans, vid gafum til Raudakrossins og fengum klosettpappirrullu ad launum. A hostelinu sem vid vorum a i Xian var einnig verid ad hvetja gesti til ad fara og gefa blod, en vid Haukur megum thad ekki thar sem vid erum ad taka syklalyf (malariulyfin okkar) og nykomin af malariuhaettusvaedi. Toludum reyndar vid einn starfsmann a hostelinu sem sagdi ad heimamenn vaeru thad duglegir ad gefa blod ad farid vaeri ad hafna blodgjofum nema i allra sjaldgaefustu blodflokkunum. Sidan erum vid viss um ad utum allt herna i borgunum sem vid hofum verid i sidan ad skjalftin var seu skreytingar og raudir bordar til minningar um fornalombin, en vid skiljum bara ekki neitt.
I dag var svo 1 minutu thogn klukkan 14:28 og a medan theyttu rutubilstjorarnir ludrana (vorum a rutustod).

En annars er buid ad koma okkur a ovart hvad vid hofum ordid litid var vid thessar hormungar, faum adallega frettir i gegnum visir, mbl og ruv.is. Lifid gengur sinn vanagang thar sem vid erum i Kina orafjarri skjalftasvaedinu.

No comments: