Monday, May 19, 2008

Lost i Kina

Thetta er nu buin ad vera meiri dagurinn, allt er buid ad ganga a afturfotunum. Byrjadi i morgun a ad vid fengum ekki thad sem vid pontudum i morgunmat (atum thad samt, nenntum ekki ad reyna ad kvarta) og sidan var sporddreki a bakpokanum hennar Bryndisar (drapum hann). Okkur tokst ad taka eina rutu afallalaust i morgun en endudum a rangri rutustod en i rettum bae. Med hjalp godra kinverja ad komast a retta rutustod og um bord i thad sem atti ad vera 3 tima rutuferd til Shijazhuang baejarins sem vid erum nuna i. Rutuferdinn endadi a ad vera yfir 5 timar sokum thess ad thad var brjalud umferd flutningabila og svo var allstadar verid ad gera vid veginn. Ekki tok nu betra vid thegar vid komum i baeinn, tokum leigubil a hotelid sem vid aetludum ad gista a en thar var ekkert laust, gengum svo a milli 11 STORRA hotela herna og engin atti laus herbergi. Okkur Hauki finnst thetta nu half otrulegt, thar sem hotelin voru oll risastor, i dag er manudagur og borgin sem vid erum i er ekki neitt rosalega merkileg. Vid erum alveg viss um ad thad se eitthvad samsaeri i gangi herna ad leigja ekki ut herbergi til vestraenna turista, fengum amk stundum fyrst ja og svo kom einhver annar haerra settur a hotelinu og sagdi nei thad er allt fullt (eda amk tha holdum vid thad, vid skiljum natturulega ekki neitt og bendum bara a frasann "attu laust herbergi" i leidsogubokinni okkar). Thetta er i fyrsta skipti a 5 manada ferdalagi okkar sem vid hofum lent i vandraedum ad finna gistingu, stundum hofum vid thurft ad rolta milli nokkura hotela adallega tha vegna thess ad thau fyrstu voru of skitug eda dyr.

Thar sem klukkan a thessu stigi malsins var ordin 21:00 og vid ekki med hotelherbergi i bae thar sem vid thekktum ekki neitt, vorum mallaus og skyldum ekki neitt, drifum vid okkur uta lestarstod og keyptum mida til Peking med naestu lest. Nuna sitjum vid a netkaffi og bidum eftir lestinni sem fer 3:00 i nott. Thad verdur thvi litid sofid, serstaklega thar sem ad vid erum med standandi mida i lestinni sokum thess ad vid vorum ad kaupa midan med litlum fyrirvara og engin saeti laus (eda tha ad konan sem seldi okkur midan hafi akvedid ad vid hefdum gott af thvi ad standa). Vid vorum bara fegin ad komast burt ur thessum bae og thurfa ekki ad sofa uti um nottina. Vonandi verdum vid samt heppinn og finnum laus saeti eda getum uppfaert midann i finni klassa, en ef ekki tha er thetta bara 3 tima lestarferd og vid hljotum ad lifa thad af standandi eda sitjandi a golfinu. Vid sofum bara morgun, enda verdum vid komin til Peking degi fyrr en aetlad var. En thetta er vist allt hluti af thvi ad ferdast a eigin vegum, madur lendir i vandraedum og aevintyrum og verdur bara ad adlaga sig og ferdaplanid ad adstaedum. Thydir litid ad stressa sig eda svekkja sig yfir svona hlutum.
I dag hefdi verid gott ad tala eda skilja kinversku, folk var otrulega duglegt ad reyna ad hjalpa okkur eda thad holdum vid amk, thad bladradi allavega a fullu akinversku. Vid vaerum t.d. abyggilega aenntha fost i fyrsta baenum i leit ad rettu rutustodinni ef indael kona hefdi ekki skrifad nidur fyrir okkur a blad stadsetninguna a henni thannig ad vid gatum tekid leigubil thangad. Hun amk skrifadi eitthvad fyrir okkur a blad og benti i att ad leigubilarodinni (hun taladi enga ensku), vid syndum leigubilstjorann midann og endudum a rettum stad. Thad er ansi skritid ad vera svona gjorsamlega bjargarlaus, eg teli mig nu vera frekar lunkna ad pikka upp tungumal en kinverska er svo gjorsamlega olik ollu sem vid thekkjum. Vid getum sagt takk, hallo og Island og skiljum takk, hallo og verdi ther ad godu, en vid thad situr kinversku kunnatta okkar.

Nog um hrakfallasogur, seinustu tvo daga erum vid buin ad vera i aedislegum bae i Kina sem heitir Pingyao. Baerinn er a heimsminjaskra UNESCO, umvafinn borgarmur og innan hans eru bara gamaldags kinverskar steinbyggingar, sem eru hver annarri fallegri. Meirihluti baejarins er lokadur fyrir umferd og hann er otrulega rolegur, fyrir utan alla storu kinversku turistahopana sem eru thar a daginn. Vid vorum a kosy hosteli, sem var i ekta gomlu kinversku husi, thar sem raudir lampar lystu upp framhlidina a kvoldin. Tha tvo daga sem vid vorum i baenum, roltum vid um goturnar, skodudum ogrynni allan af gomlum kinverskum husum sem morg voru nokkurskonar sofn, bordudum godan mat og sloppudum af.

jaeja nu er nettiminn buinn og styttist i lestina til Peking.
Vorum ad setja inn orfaar myndir.

knus i bili Haukdis

2 comments:

Anonymous said...

hæ hæ, takk fyrir kveðjuna og póstkortið:) Systir mín, maður og dóttir voru að koma heim frá Hong Kong og Japan í gær, þannig þið hafið verið í Kína á sama tíma:) Hlakka til að sjá ykkur bráðlega! kv. Svanborg

Anonymous said...

Hvar er póstkortið mit!!!!!!
Kveðja Agnes ;-)